Samningur við Landsnet um lagnaleið Hólasandslínu 3

Málsnúmer 2020060551

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3688. fundur - 18.06.2020

Lögð fram drög að samningi Landsnets og Akureyrarbæjar vegna lagnaleiðar Hólasandslínu 3. Með drögunum fylgja drög að yfirlýsingu, tilboðsforsendur og kort af strengleiðinni.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að afla frekari gagna vegna málsins.

Bæjarráð - 3690. fundur - 02.07.2020

Lögð fram drög að samningi Landsnets og Akureyrarbæjar vegna lagnaleiðar Hólasandslínu 3. Með drögunum fylgja drög að yfirlýsingu, tilboðsforsendur og kort af strengleiðinni.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 18. júní sl. og var afgreiðslu þá frestað og sviðsstjóra fjársýslusviðs falið að afla frekari gagna vegna málsins.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samningum við Landsnet í samræmi við umræður á fundinum.