Klettaborg 43 - íbúðakjarni

Málsnúmer 2017090011

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 29. fundur - 16.03.2018

Lagt fram frumkostnaðarmat frá mars 2018 vegna byggingar íbúðakjarna við Klettaborg 43.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 43. fundur - 26.10.2018

Lögð fram stöðuskýrsla 3 dagsett 24. október 2018 og óskað eftir leyfi til að fara með framkvæmdina í útboð.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að farið verði í útboð á framkvæmdinni.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 45. fundur - 23.11.2018

Lagt fram minnisblað dagsett 21. nóvember 2018 vegna opnunar tilboða í jarðvinnu og lögn.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir taka tilboði lægstbjóðanda í verkið frá G. Hjálmarssyni hf.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 48. fundur - 18.01.2019

Kynnt staða á byggingaframkvæmdum.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 52. fundur - 15.03.2019

Lagt fram opnunarblað vegna útboðs á byggingu Klettaborgar 43 síðan 12. mars 2019.Eftirfarandi tilboð bárust:

JS trésmíði kr. 233.003.896 eða 100,3% af kostnaðaráætlun.

BB byggingar kr. 235.143.382 eða 101,2% af kostnaðaráætlun.

SS Byggir kr. 236.945.523 eða 102,0% af kostnaðaráætlun.

Tréverk kr. 242.776.710 eða 104,5% af kostnaðaráætlun.

HHS verktakar kr. 273.439.131 eða 117,7% af kostnaðaráætlun.Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda að skilyrðum útboðsgagna uppfylltum.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 54. fundur - 12.04.2019

Kynnt var breytt staða á útboði framkvæmdarinnar.

Eftirfarandi tilboð bárust:

JS trésmíði kr. 233.003.896 eða 100,3% af kostnaðaráætlun.

BB byggingar kr. 235.143.382 eða 101,2% af kostnaðaráætlun.

SS Byggir kr. 236.945.523 eða 102,0% af kostnaðaráætlun.

Tréverk kr. 242.776.710 eða 104,5% af kostnaðaráætlun.

HHS verktakar kr. 273.439.131 eða 117,7% af kostnaðaráætlun.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka tilboði BB bygginga ehf. að skilyrðum útboðsgagna uppfylltum eftir að JS trésmíði dró tilboð sitt til baka.