Aðgerðir til viðspyrnu í ljósi komandi samdráttar í þjóðarbúskapnum

Málsnúmer 2020030578

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3676. fundur - 26.03.2020

Erindi dagsett 19. mars 2020 þar sem stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga leggur til hugmyndir og ábendingar að aðgerðum til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf í ljósi þess samdráttar sem blasir við í þjóðarbúskapnum. Sambandið hvetur ríkisstjórn og Alþingi að gera viðeigandi ráðstafanir svo þær verði að veruleika. Stjórn sambandsins mun áfram fylgjast vel með áhrifum þessa samdráttar og móta frekari tillögur að viðbrögðum sveitarfélaga eftir því sem málum vindur fram.
Bæjarráð telur mikilvægt að þeim hugmyndum og ábendingum sem Samband íslenskra sveitarfélaga leggur til verði fylgt eftir.

Vegna þeirra breytinga sem orðið hafa á þjónustu leik- og grunnskóla hefur þegar verið brugðist við með breytingu á gjaldtöku þannig að ekki er greitt vegna þjónustu sem ekki er innt af hendi. Engir reikningar verða sendir út vegna skólavistunar og skólamáltíða í grunnskólum fyrir apríl og haldið verður utan um leiðréttingar vegna skertrar þjónustu frá 16.-31. mars 2020. Ekki verður endurgreitt vegna skertar þjónustu heldur horft til þess að inneign gangi upp í þjónustu síðar á skólaárinu.

Leikskólagjöld taka breytingum í samræmi við veitta þjónustu, þ.e. ef barn er annað hvern dag í leikskólanum er innheimt 50% gjald. Þurfi að loka leikskóla fyrir öllum öðrum en forgangshópi er ekki innheimt gjald fyrir þá sem verða fyrir lokun. Þá er ekki innheimt gjald fyrir börn sem foreldrar hafa heima á tímabilinu sem takmörkun á skólahaldi nær til. Niðurfellingin fæst aðeins ef fjarveran er samfelld og/eða reglubundin. Nauðsynlegt er að tilkynna fjarveruna til skólastjórnenda viðkomandi leikskóla. Leiðrétting á skertri þjónustu vegna marsmánaðar fer fram samhliða útgáfu á reikningi vegna aprílmánaðar.

Greiðsluseðlar vegna aprílmánaðar í Tónlistarskólanum verða ekki sendir út fyrr en ljóst er hvernig kennslu verður háttað þar næstu vikurnar. Þá hefur frístundaráð samþykkt að framlengja 6 og 12 mánaða kort í sundlaugar Akureyrar um þann tíma sem laugarnar verða lokaðar.

Bæjarráð staðfestir þessar ákvarðanir og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna viðauka vegna breytinganna.