Akursíða 2 og 4

Málsnúmer 2018060374

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1280. fundur - 20.06.2018

Lögð fram fundargerð starfsfólks fjölskyldusviðs og búsetusviðs dagsett 7. júní 2018, minnisblað dagsett 15. júní 2018 varðandi möguleg kaup á fimm íbúðum í Akursíðu 2-4 á Akureyri og kauptilboð dagsett 19. júní 2018.

Kolbeinn Aðalsteinsson skrifstofustjóri búsetusviðs og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að íbúðirnar við Akursíðu 2-4 verði keyptar og vísar málinu áfram til umhverfis- og mannvirkjaráðs og bæjarráðs.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 35. fundur - 26.06.2018

Lagt fram kauptilboð dagsett 19. júní 2018 í fimm íbúðir við Akursíðu 2-4 sem hafa verið í leigu frá árinu 2006 fyrir fatlað fólk. Kauptilboðið hljóðar upp á 120.500.000 krónur. Velferðarráð samþykkti kaupin á fundi sínum þann 20. júní 2018.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir kaupin á íbúðunum og að þau muni rúmast innan fjárfestingaráætlunar ársins 2018.

Bæjarráð - 3601. fundur - 28.06.2018

1. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 20. júní 2018:

Lögð fram fundargerð starfsfólks fjölskyldusviðs og búsetusviðs dagsett 7. júní 2018, minnisblað dagsett 15. júní 2018 varðandi möguleg kaup á fimm íbúðum í Akursíðu 2-4 á Akureyri og kauptilboð dagsett 19. júní 2018.

Kolbeinn Aðalsteinsson skrifstofustjóri búsetusviðs og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu sátu fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að íbúðirnar við Akursíðu 2-4 verði keyptar og vísar málinu áfram til umhverfis- og mannvirkjaráðs og bæjarráðs.

5. liður í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsett 26. júní 2018:

Lagt fram kauptilboð dagsett 19. júní 2018 í fimm íbúðir við Akursíðu 2-4 sem hafa verið í leigu frá árinu 2006 fyrir fatlað fólk. Kauptilboðið hljóðar upp á 120.500.000 krónur. Velferðarráð samþykkti kaupin á fundi sínum þann 20. júní 2018.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir kaupin á íbúðunum og að þau muni rúmast innan fjárfestingaráætlunar ársins 2018.
Bæjarráð samþykkir kaup á 5 íbúðum við Akursíðu 2-4.

Bæjarráð - 3676. fundur - 26.03.2020

Lögð fram yfirlýsing um að Akureyrarbær muni leggja fram eigið fé vegna kaupa á fimm íbúðum í Akursíðu 2 og 4 sem nemur þeim hluta stofnvirðis sem stofnframlag er ekki veitt til.
Bæjarráð samþykkir yfirlýsinguna.