Bæjarstjórnarfundur unga fólksins - fundargerð

Málsnúmer 2019040004

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3634. fundur - 04.04.2019

Lögð fram fundargerð bæjarstjórnar unga fólksins dagsett 26. mars 2019.
Bæjarráð vísar liðum 1 og 7 til umhverfis- og mannvirkjaráðs, liðum 3 og 6 til frístundaráðs, liðum 5 og 8 til fræðsluráðs. Liðir 2 og 4 verða unnir áfram í bæjarráði.

Ungmennaráð - 3. fundur - 10.02.2020

Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar kynnti bæjarstjórnarfund unga fólksins sem haldinn verður 10. mars 2020.
Ungmennaráð þakkar Höllu Björk fyrir góða kynningu og hlakkar til að undirbúa bæjarstjórnarfund unga fólksins.

Ungmennaráð - 4. fundur - 27.02.2020

Bæjarstjórnarfundur unga fólksins verður haldinn í annað sinn þann 10. mars 2020 og ræddi ungmennaráð fyrirkomulag fundarins. Þá kynntu ungmennaráðsfulltrúar að auki þau mál sem þau munu taka fyrir á fundinum.

Bæjarráð - 3676. fundur - 26.03.2020

Lögð fram fundargerð bæjarstjórnar unga fólksins dagsett 10. mars 2020.

Ungmennaráð - 15. fundur - 04.03.2021

Ungmennaráð fór yfir áhersluatriði fundarins.

Ungmennaráð - 17. fundur - 06.05.2021

Viðburður tekinn til umræðu.
Unmennaráð samþykkir að bæjarstjórnarfundur unga fólksins fari fram í september 2021.

Ungmennaráð - 29. fundur - 10.08.2022

Farið yfir möguleg málefni fyrir bæjarstjórnarfund unga fólksins og bæjarstjórnar í haust.
Stormur bókar að hann óski eftir betri eftirfylgni mála á bæjarstjórnarfundi unga fólksins.

Ungmennaráð - 36. fundur - 08.03.2023

Undirbúningur fyrir bæjarstjórnarfund unga fólksins sem er á áætlun 14. mars nk. Rætt um hvaða málefni stóðu einna helst upp úr frá Stórþingi ungmenna og ættu helst að vera tekin til umræðu á bæjarstjórnarfundinum. Rætt um hvaða fulltrúar vildu kynna hvaða málefni o.þ.h. en engar ákvarðanir teknar með það á fundinum. Ráðið vildi taka þá umræðu á hópspjalli á samfélagsmiðlum. Ákveðið var að Anton Bjarni Bjarkason yrði fundarstjóri.