Húsbyggingasjóður Þroskahjálpar - könnun á hugsanlegu samstarfi

Málsnúmer 2020020322

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3672. fundur - 20.02.2020

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 10. febrúar 2020 frá Friðriki Sigurðssyni f.h. húsbyggingasjóðs Landssamtakanna Þroskahjálpar þar sem þau sveitarfélög sem óska eftir viðræðum við sjóðinn um hugsanlega aðkomu hans að uppbyggingu á hentugu húsnæði fyrir fatlað fólk í sveitarfélaginu á árabilinu 2021-2025 eru beðin um að hafa samband við sjóðinn eigi síðar en 2. mars nk.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðsstjóra fjársýslusviðs að óska eftir viðræðum við bréfritara.