Verkefnastjóri upplýsingamiðlunar - rökstuðningur vegna ráðningar

Málsnúmer 2019060038

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3671. fundur - 13.02.2020

Lagt fram til kynningar álit umboðsmanns Alþings vegna ráðningar í starf verkefnastjóra upplýsingamiðlunar.

Álitið er hægt að sækja á vef umboðsmanns Alþingis: https://www.umbodsmadur.is/alit-og-bref/mal/nr/7475/skoda/mal/

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að vinna málið áfram.

Bæjarráð - 3672. fundur - 20.02.2020

Áður á dagskrá 13. febrúar 2020. Bæjarráð fól bæjarlögmanni að vinna málið áfram.

Lögð fram drög að samkomulagi.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir samkomulagið með fimm samhljóða atkvæðum og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins.