Spítalavegur 11 Tónatröð - breytingar á húsnæði

Málsnúmer 2019100402

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 325. fundur - 30.10.2019

Lagt fram minnisblað umhverfis- og mannvirkjasviðs dagsett 24. október 2019 um Spítalaveg nr. 11. Kemur þar fram ósk um að fá að nýta húsið sem tvær íbúðareiningar ætlaðar einstaklingum sem leigja félagslegt húsnæði hjá Akureyrarbæ. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir húsið verði rifið og í staðinn byggt nýtt einbýlishús.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu.

Skipulagsráð - 327. fundur - 27.11.2019

Lagt fram að nýju minnisblað umhverfis- og mannvirkjasviðs dagsett 24. október 2019 um Spítalaveg nr. 11. Kemur þar fram ósk um að fá að nýta húsið sem tvær íbúðareiningar ætlaðar einstaklingum sem leigja félagslegt húsnæði hjá Akureyrarbæ. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir húsið verði rifið og í staðinn byggt nýtt einbýlishús. Var málið áður á dagskrá skipulagsráðs þann 30. október 2019.
Meirihluti skipulagsráðs bendir á að heimild er í deiliskipulagi til að rífa húsið og byggja nýtt en gerir þó ekki athugasemd við breytingu á húsinu í tvær íbúðir þar sem deiliskipulag svæðisins heimilar aukaíbúð í einbýlishúsum á svæðinu, en húsið verði samt sem áður ein eign.

Þórhallur Jónsson D-lista óskar bókað að hann telji ekki æskilegt að festa húsið í sessi til næstu 10 - 15 ára sem félagslegt húsnæði heldur væri réttast að rífa húsið sem fyrst og auglýsa lóðina og koma þarna af stað uppbyggingu á þeim lóðum sem lausar eru á svæðinu.

Bæjarráð - 3665. fundur - 12.12.2019

Erindi dagsett 5. desember 2019 þar sem eigendur húsa við Tónatröð og Spítalaveg mótmæla fyrirhuguðum breytingum á húsi bæjarins við Spítalaveg 11 og krefjast þess að farið verði að gildandi deiliskipulagi fyrir áður nefndar götur.
Bæjarráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að boða til fundar með íbúum til að fara yfir stöðu mála.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 70. fundur - 13.12.2019

Minnisblað dagsett 10. desember 2019 varðandi endurbætur og viðhald innandyra.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 71. fundur - 17.01.2020

Staðan á verkefninu kynnt fyrir ráðinu.

Bæjarráð - 3668. fundur - 23.01.2020

Rætt um athugasemdir íbúa við áform um breytingar á húsinu við Spítalaveg 11.
Bæjarráð felur formanni og varaformanni bæjarráðs að ræða við bréfritara.