Brynja, Hússjóður Öryrkjabandalagsins - umsókn um stofnframlag 2019

Málsnúmer 2020010492

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3668. fundur - 23.01.2020

Brynja, Hússjóður ÖBÍ hefur fengið samþykkt stofnframlag hjá Íbúðalánasjóði vegna kaupa á 10 íbúðum á Akureyri. Um er að ræða 10 tveggja herbergja íbúðir sem skv. áætlun verða um 60 m² að stærð og áætlað stofnvirði íbúðanna er 300.000.000 krónur.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir 12% stofnframlag Akureyrarbæjar til Brynju, Hússjóðs ÖBÍ vegna 10 félagslegra íbúða að uppfylltum skilyrðum laga um almennar íbúðir nr. 52/2016 og endanlegt samþykki Íbúðalánasjóðs vegna kaupanna á íbúðunum.