Reglur um rafræna vöktun hjá Akureyrarbæ

Málsnúmer 2019010352

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3668. fundur - 23.01.2020

Lögð fram drög að reglum Akureyrarbæjar um rafræna vöktun öryggismyndavéla.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlögð drög að reglum um rafræna vöktun öryggismyndavéla og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3467. fundur - 04.02.2020

Lögð voru fram drög að reglum Akureyrarbæjar um rafræna vöktun öryggismyndavéla.

Bæjarráð samþykkti drögin fyrir sitt leyti þann 23. janúar sl. og vísaði þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Hilda Jana Gísladóttir kynnti reglurnar.

Bæjarstjórn samþykkir framlögð drög á reglum um rafræna vöktun hjá Akureyrarbæ með 11 samhljóða atkvæðum.