Hlíðarfjall - rekstrarúttekt 2019

Málsnúmer 2019070527

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3656. fundur - 10.10.2019

Kynnt minnisblað KPMG um rekstur Hlíðarfjalls.

Þorsteinn Þorsteinsson frá KPMG, Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Þorsteini fyrir kynninguna. Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra og sviðsstjóra samfélagssviðs að vinna málið áfram.

Frístundaráð - 65. fundur - 23.10.2019

Rekstrarúttekt frá KPMG vegna Hlíðarfjalls lögð fram til kynningar.

Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Hlíðarfjalls sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð - 3660. fundur - 07.11.2019

Lagt fram minnisblað um áætlun þess efnis að breyta rekstri Hlíðarfjalls sem hefur verið A-hluta fyrirtæki í B-hluta fyrirtæki.

Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs, Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að breyta rekstri Hlíðarfjalls frá 1. janúar 2020 í B-hluta fyrirtæki með þriggja manna stjórn og felur bæjarstjóra að vinna að nauðsynlegum skipulagsbreytingum vegna þessa. Bæjarráð vísar þessari bókun til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3463. fundur - 19.11.2019

Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 7. nóvember 2019:

Lagt fram minnisblað um áætlun þess efnis að breyta rekstri Hlíðarfjalls sem hefur verið A-hluta fyrirtæki í B-hluta fyrirtæki.

Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs, Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir að breyta rekstri Hlíðarfjalls frá 1. janúar 2020 í B-hluta fyrirtæki með þriggja manna stjórn og felur bæjarstjóra að vinna að nauðsynlegum skipulagsbreytingum vegna þessa. Bæjarráð vísar þessari bókun til bæjarstjórnar.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti afgreiðslu bæjarráðs.

Í umræðum tóku til máls Gunnar Gíslason og Guðmundur Baldvin Guðmundsson.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að rekstri Hlíðarfjalls verði breytt í B-hluta fyrirtæki. Jafnframt vísar bæjarstjórn málinu aftur til bæjarráðs til frekari meðferðar.

Bæjarráð - 3663. fundur - 28.11.2019

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 19. nóvember sl. að rekstri Hlíðarfjalls verði breytt í B-hluta fyrirtæki. Jafnframt vísaði bæjarstjórn málinu aftur til bæjarráðs til frekari meðferðar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með 5 samhljóða atkvæðum að skipa 3ja manna stjórn yfir Hlíðarfjall sem heyri beint undir bæjarráð. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

Bæjarráð - 3667. fundur - 16.01.2020

Lögð fram drög að erindisbréfi fyrir stjórn Hlíðarfjalls.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að ganga frá erindisbréfi stjórnar í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.

Bæjarráð - 3668. fundur - 23.01.2020

Lögð fram drög að erindisbréfi stjórnar Hlíðarfjalls.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlögð drög að erindisbréfi stjórnar Hlíðarfjalls með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.

Bæjarráð - 3669. fundur - 30.01.2020

Samkvæmt erindisbréfi stjórnar Hlíðarfjalls skal bæjarráð skipa í stjórnina þrjá fulltrúa og einn til vara. Skipun þeirra gildir á kjörtímabilinu. Fulltrúar í stjórn skulu vera með reynslu og/eða þekkingu á fjármálum sveitarféaga. Bæjarráð skipar formann stjórnar.
Bæjarráð skipar Höllu Björk Reynisdóttur L-lista formann stjórnar, Andra Teitsson L-lista og Evu Hrund Einarsdóttur D-lista í stjórn Hlíðarfjalls og Guðmund Baldvin Guðmundsson B-lista sem varamann.

Bæjarstjórn - 3467. fundur - 04.02.2020

Lögð fram drög að erindisbréfi stjórnar Hlíðarfjalls sem bæjarráð samþykkti á fundi sínum 23. janúar sl. Jafnframt lögð fram tillaga bæjarráðs að skipan stjórnar.
Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti drögin. Einnig tók til máls Þórhallur Jónsson.


Bæjarstjórn samþykkir framlögð drög að erindisbréfi með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum. Jafnframt skipar bæjarstjórn Höllu Björk Reynisdóttur L-lista formann stjórnar, Andra Teitsson L-lista og Evu Hrund Einarsdóttur D-lista í stjórn Hlíðarfjalls og Guðmund Baldvin Guðmundsson B-lista sem varamann með 10 samhljóða atkvæðum.


Þórhallur Jónsson D-lista situr hjá við afgreiðslu málsins.

Stjórn Hlíðarfjalls - 14. fundur - 17.05.2021

Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður fór yfir skíðaveturinn 2020 - 2021 og kynnti hugmyndir að byggingu geymsluskúra, nýjum tækjabúnaði ofl.

Einnig var til umræðu umferð snjósleða á svæðinu.
Stjórn Hlíðarfjalls felur forstöðumanni Hlíðarfjalls og formanni stjórnar að ræða við forsvarsmenn vélsleðamanna.