Bæjarráð

3666. fundur 19. desember 2019 kl. 08:15 - 10:01 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Hlynur Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá

1.Félagsdómur- eingreiðslur tímavinnufólks

Málsnúmer 2019120117Vakta málsnúmer

Kynntur úrskurður Félagsdóms í máli nr. 14/2019.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

2.Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2019

Málsnúmer 2019040448Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar tíu mánaða rekstraryfirlit Akureyrarbæjar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

3.Öldungaráð - fundargerðir 2019

Málsnúmer 2019050503Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 4. fundar öldungaráðs dagsett 9. desember 2019.

Fundargerðir öldungaráðs eru aðgengilegar á eftirfarandi slóð: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir/oldungarad-local

4.Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir 2019

Málsnúmer 2019010208Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 12. desember 2019.
Bæjarráð vísar lið 1 til umhverfis- og mannvirkjasviðs.

5.Sameining almannavarnanefnda í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu

Málsnúmer 2019100213Vakta málsnúmer

Rætt um hugmyndir um sameiningu almannavarnanefnda í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu.

Málið var áður á dagskrá ráðsins 24. október sl. og var afgreiðslu þá frestað.
Bæjarráð samþykkir drög að samkomulagi um skipan sameiginlegrar almannavarnanefndar í umdæmi Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra og felur bæjarstjóra að ganga frá málinu.

6.Aðgerðahópur um uppbyggingu Akureyrarflugvallar - tilnefning fulltrúa

Málsnúmer 2019120254Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. desember 2019 þar sem Ragnheiður Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu kynnir viljayfirlýsingu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um frekari uppbyggingu á Akureyrarflugvelli sem hliði inn til landsins í þágu svæðisins og íslenskrar ferðaþjónustu.

Samkvæmt yfirlýsingunni er aðgerðahópi meðal annars falið að gera tillögur að endurbótum á flugstöðinni. Í hópnum eiga sæti fulltrúar ráðuneytanna tveggja, Akureyrarbæjar, Eyþings, ferðaþjónustunnar á Norðurlandi og Isavia. Nánari lýsing á verkefnum hópsins er í hjálagðri viljayfirlýsingu.

Óskað er eftir að Akureyrarbær tilnefni fulltrúa í aðgerðahópinn. Þar sem hópurinn á að ljúka störfum fyrir 31. mars 2020 þarf tilnefningin að berast sem allra fyrst.
Bæjarráð tilnefnir Guðmund Baldvin Guðmundsson sem fulltrúa Akureyrarbæjar í aðgerðahópnum.

7.Alþjóðleg ráðstefna um rannsóknir á plöntusýklum - beiðni um stuðning

Málsnúmer 2019120087Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. desember 2019 þar sem Oddur Vilhelmsson og M. Auður Sigurbjörnsdóttir f.h. Háskólans á Akureyri óska eftir styrk að upphæð 250.000 krónur vegna ráðstefnunnar Psyringae 2020 sem haldin verður á Akureyri 15.-19. júní 2020.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu og felur bæjarstjóra að svara bréfriturum.

8.Tillaga til þingsályktunar um Akureyri sem miðstöð málefna norðurslóða á Íslandi, 182. mál

Málsnúmer 2019120122Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 9. desember 2019 frá utanríkismálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um Akureyri sem miðstöð málefna norðurslóða á Íslandi, 182. mál 2019.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 14. janúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/150/s/0183.html
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn umsögn vegna tillögunnar.

9.Tillaga til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020-2024, 434. mál og tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034, 435. mál

Málsnúmer 2019120118Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 9. desember 2019 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020-2024, 434. mál og tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034, 435. mál 2019.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 10. janúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjölin er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/150/s/0598.html og https://www.althingi.is/altext/150/s/0599.html
Bæjarráð felur bæjarstjóra að útbúa umsögn vegna málsins.

10.Drög að frumvarpi til nýrra fjarskiptalaga í samráðsgátt

Málsnúmer 2019120131Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að frumvarpi til nýrra fjarskiptalaga sem hafa verið birt í Samráðsgátt. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið óskar eftir umsögnum um drögin, eigi síðar en 6. janúar nk.

Drögin má finna á slóðinni: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=2562
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna umsögn um málið.

Fundi slitið - kl. 10:01.