Sameining almannavarnanefnda í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu

Málsnúmer 2019100213

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3658. fundur - 24.10.2019

Rætt um hugmyndir um sameiningu almannavarnanefnda í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu.

Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Bæjarráð - 3666. fundur - 19.12.2019

Rætt um hugmyndir um sameiningu almannavarnanefnda í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu.

Málið var áður á dagskrá ráðsins 24. október sl. og var afgreiðslu þá frestað.
Bæjarráð samþykkir drög að samkomulagi um skipan sameiginlegrar almannavarnanefndar í umdæmi Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra og felur bæjarstjóra að ganga frá málinu.