Heiti sveitarfélagsins - umræða um breytingu 2018

Málsnúmer 2018100324

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3615. fundur - 01.11.2018

Umræða um breytingu á heiti sveitarfélagsins.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að vinna tillögu í málinu.

Bæjarráð - 3624. fundur - 24.01.2019

Lögð fram tillaga sviðsstjóra stjórnsýslusviðs um breytingu á heiti sveitarfélagsins. Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 1. nóvember sl.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð leggur til að heiti sveitarfélagsins verði breytt úr Akureyrarkaupstaður í Akureyrarbær og vísar málinu til umræðu og afgreiðslu bæjarstjórnar. Jafnframt felur bæjarráð sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að óska umsagnar örnefnanefndar um breytingatillöguna.

Bæjarstjórn - 3448. fundur - 05.02.2019

Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 24. janúar 2019:

Lögð fram tillaga sviðsstjóra stjórnsýslusviðs um breytingu á heiti sveitarfélagsins. Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 1. nóvember sl.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð leggur til að heiti sveitarfélagsins verði breytt úr Akureyrarkaupstaður í Akureyrarbær og vísar málinu til umræðu og afgreiðslu bæjarstjórnar. Jafnframt felur bæjarráð sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að óska umsagnar örnefnanefndar um breytingatillöguna.

Hilda Jana Gísladóttir tók til máls og kynnti forsögu málsins og ástæðu þess að það er nú til umræðu.

Í umræðum tóku til máls Gunnar Gíslason, Sóley Björk Stefánsdóttir, Ingibjörg Ólöf Isaksen, Hilda Jana Gísladóttir, Sóley Björk Stefánsdóttir (í annað sinn), Eva Hrund Einarsdóttir, Gunnar Gíslason (í annað sinn), Halla Björk Reynisdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Hlynur Jóhannsson, Hilda Jana Gísladóttir, Sóley Björk Stefánsdóttir (í þriðja sinn), Guðmundur Baldvin Guðmundsson (í annað sinn), Sóley Björk Stefánsdóttir (í fjórða sinn), Gunnar Gíslason (í þriðja sinn), Guðmundur Baldvin Guðmundsson (í þriðja sinn), Ingibjörg Ólöf Isaksen (í annað sinn), Þórhallur Jónsson, Guðmundur Baldvin Guðmundsson (í fjórða sinn), Gunnar Gíslason (í fjórða sinn) og Hilda Jana Gísladóttir.
Borin upp tillaga Guðmundar Baldvins Guðmundssonar B-lista:

Ég legg til að málinu verði vísað til bæjarráðs til frekari umræðu og útfærslu.

Fimm greiða atkvæði með tillögunni.

Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Gunnar Gíslason D-lista, Hlynur Jóhannsson M-lista, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Þórhallur Jóhannsson D-lista greiða atkvæði gegn tillögunni. Ingibjörg Ólöf Isaksen situr hjá við afgreiðslu.

Tillagan fellur því á jöfnum atkvæðum.Borin upp tillaga Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur V-lista:

Legg til að málinu verði frestað og undirbúin verði skoðanakönnun á vettvangi íbúagáttar á vef Akureyrarkaupstaðar undir þeim formerkjum að komi fram afdráttarlaus vilji meirihluta íbúa verði tekið mið af honum.

Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum.

Andri Teitsson L-lista, Dagbjört Elín Pálsdóttir S-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista, Halla Björk Reynisdóttir L-lista og Hilda Jana Gísladóttir S-lista sitja hjá við afgreiðsluna.

Bæjarstjórn - 3456. fundur - 04.06.2019

Málið var áður á dagskrá bæjarstjórnar 5. febrúar sl.

Meirihluti bæjarstjórnar samþykkti þá, með 6 atkvæðum, tillögu um að fresta málinu og að undirbúin yrði skoðanakönnun á vettvangi íbúagáttar á vef Akureyrarkaupstaðar undir þeim formerkjum að komi fram afdráttarlaus vilji meirihluta íbúa verði tekið mið af honum.

Dagana 7. til 25. mars sl. gerði Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) könnun þar sem m.a. var spurt um nafn á sveitarfélaginu. Spurningin var svohljóðandi: Núverandi nafn sveitarfélagsins er Akureyrarkaupstaður, hvort vilt þú halda því nafni eða breyta því í Akureyrarbær? Niðurstöðurnar voru nokkuð afgerandi en 77% þeirra sem tóku afstöðu vildu breyta nafninu í Akureyrarbær en 23% vildu halda nafninu Akureyrarkaupstaður.

Lagt er til að tekið verði mið af þeirri afstöðu íbúa sem birtist í niðurstöðum könnunar RHA og heiti sveitarfélagsins verði breytt í Akureyrarbær.

Hilda Jana Gísladóttir kynnti tillöguna.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að breyta heiti sveitarfélagsins úr Akureyrarkaupstaður í Akureyrarbær. Samþykktin er með fyrirvara um jákvæða umsögn örnefnanefndar og staðfestingu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Þegar nýtt heiti hefur verið staðfest af ráðuneytinu skal samþykkt um stjórn sveitarfélagsins breytt til samræmis og tekur nýtt heiti gildi við gildistöku hennar, sbr. 5. og 9. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Bæjarráð - 3645. fundur - 04.07.2019

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 4. júní sl. að breyta heiti sveitarfélagsins úr Akureyrarkaupstaður í Akureyrarbær.

Með bréfi dagsettu 26. júní 2019 samþykkti Örnefnanefnd fyrir sitt leyti breytingu á heiti sveitarfélagsins úr Akureyrarkaupstaður í Akureyrarbær.

Lögð fram drög að erindi til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins með beiðni um að ráðuneytið staðfesti og auglýsi nýtt heiti sveitarfélagsins.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 10. lið fundargerðar bæjarstjórnar 18. júní sl.

Bæjarráð felur bæjarlögmanni að senda erindi til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins með beiðni um að ráðuneytið staðfesti og auglýsi nýtt heiti sveitarfélagsins.

Bæjarráð - 3649. fundur - 22.08.2019

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið tilkynnti með bréfi dagsettu 7. ágúst sl. að ráðherra hefði staðfest breytingu á heiti sveitarfélagsins úr Akureyrarkaupstaður í Akureyrarbær, sbr. ákvörðun bæjarstjórnar og samþykki Örnefnanefndar dagsett 26. júní sl.

Ráðuneytið hefur jafnframt með bréfi dagsettu 13. ágúst sl. tilkynnt um staðfestingu á breytingu á heiti samþykktar um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins.

Gert er ráð fyrir að þessar breytingar verði auglýstar í B-deild Stjórnartíðinda 29. ágúst nk. og taki þá gildi.

Lagt fram til kynningar.