Hagsmunaskráning bæjarfulltrúa - reglur 2019

Málsnúmer 2019080252

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3649. fundur - 22.08.2019

Lögð fram tillaga starfshóps að reglum um skráningu bæjarfulltrúa Akureyrarbæjar á fjárhagslegum hagsmunum og trúnaðarstörfum.

Bæjarfulltrúarnir Eva Hrund Einarsdóttir og Andri Teitsson ásamt Höllu Margréti Tryggvadóttur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs skipa starfshóp sem vann tillöguna og sátu þau fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar tillögunum til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn 3. september nk.

Bæjarstjórn - 3459. fundur - 17.09.2019

Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 22. ágúst 2019:

Lögð fram tillaga starfshóps að reglum um skráningu bæjarfulltrúa Akureyrarbæjar á fjárhagslegum hagsmunum og trúnaðarstörfum.

Bæjarfulltrúarnir Eva Hrund Einarsdóttir og Andri Teitsson ásamt Höllu Margréti Tryggvadóttur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs skipa starfshóp sem vann tillöguna og sátu þau fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð vísar tillögunum til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn 3. september nk.

Andri Teitsson kynnti tillögu að leiðbeiningum um skráningu bæjarfulltrúa á fjárhagslegum hagsmunum og trúnaðarstörfum.

Í umræðum tóku til máls Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Hlynur Jóhannsson, Sóley Björk Stefánsdóttir og Eva Hrund Einarsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir leiðbeiningar um skráningu kjörinna fulltrúa á fjárhagslegum hagsmunum og trúnaðarstörfum hjá Akureyrarbæ með 11 samhljóða atkvæðum.