Í skugga valdsins #metoo

Málsnúmer 2017120072

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3425. fundur - 12.12.2017

Eva Hrund Einarsdóttir D-lista óskaði eftir umræðu um "Í skugga valdsins #metoo" fyrir hönd allra kvennanna í bæjarstjórn.
Lögð fram eftirfarandi bókun:

Bæjarstjórn felur bæjarráði að skipa starfshóp sem útbýr viðbragðsáætlun vegna ofbeldis, áreitis og/eða kynferðislegrar áreitni sem kjörnir fulltrúar kunna að verða fyrir í störfum sínum fyrir bæinn. Skal þessi áætlun vera unnin í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og stjórnmálaflokka á Akureyri. Eins skal þessi starfshópur yfirfara siðareglur og nýliðafræðslu kjörinna fulltrúa.


Bókunin var borin upp og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3582. fundur - 11.01.2018

4. liður í fundargerð bæjarstjórnar dagsett 12. desember 2017:

Eva Hrund Einarsdóttir D-lista óskaði eftir umræðu um "Í skugga valdsins #metoo" fyrir hönd allra kvennanna í bæjarstjórn.

Lögð fram eftirfarandi bókun:

Bæjarstjórn felur bæjarráði að skipa starfshóp sem útbýr viðbragðsáætlun vegna ofbeldis, áreitis og/eða kynferðislegrar áreitni sem kjörnir fulltrúar kunna að verða fyrir í störfum sínum fyrir bæinn. Skal þessi áætlun vera unnin í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og stjórnmálaflokka á Akureyri. Eins skal þessi starfshópur yfirfara siðareglur og nýliðafræðslu kjörinna fulltrúa.

Bókunin var borin upp og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Bæjarráð skipar Evu Hrund Einarsdóttur, Silju Dögg Baldursdóttur og Eirík Björn Björgvinsson í starfshópinn. Bæjarráð óskar eftir að hópurinn skili tillögum fyrir lok apríl nk.

Bæjarráð - 3601. fundur - 28.06.2018

Þann 12. desember 2017 samþykkti bæjarstjórn Akureyrar að fela bæjarráði að skipa starfshóp sem útbýr viðbragðsáætlun vegna ofbeldis, áreitis og/eða kynferðislegrar áreitni sem kjörnir fulltrúar kunna að verða fyrir í störfum sínum fyrir bæinn í kjölfar #metoo umræðu í samfélaginu. Skal þessi áætlun vera unnin í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og stjórnmálaflokka á Akureyri. Eins skal þessi starfshópur yfirfara siðareglur og nýliðafræðslu kjörinna fulltrúa.

Á fundi sínum þann 11. janúar 2018 skipaði bæjarráð bæjarfulltrúana Evu Hrund Einarsdóttur og Silju Dögg Baldursdóttur og Eirík Björn Björgvinsson bæjarstóra í starfshópinn. Þar sem hópurinn hefur ekki lokið störfum og tveir af þremur fulltrúum eru hættir störfum hjá Akureyrarbæ þarf að skipa tvo fulltrúa í þeirra stað.
Bæjarráð skipar Höllu Margréti Tryggvadóttur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs og Andra Teitsson bæjarfulltrúa í starfshópinn.

Bæjarráð - 3649. fundur - 22.08.2019

Kynnt minnisblað um vinnu og tillögur starfshóps að verkferlum og verkefnum.

Bæjarfulltrúarnir Eva Hrund Einarsdóttir og Andri Teitsson ásamt Höllu Margréti Tryggvadóttur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs skipa starfshópinn og sátu þau fund bæjarráðs undir þessum lið.

Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi sat einnig fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar starfshópnum fyrir vinnuna og felur hópnum að kynna verkferla fyrir ráðum og sviðum bæjarins.

Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra að vinna áfram að verkefnum sem fram koma í minnisblaðinu.

Bæjarstjórn - 3459. fundur - 17.09.2019

Þann 12. desember 2017 samþykkti bæjarstjórn Akureyrarbæjar, í kjölfar #metoo umræðu í samfélaginu, að fela bæjarráði að skipa starfshóp sem hefði það verkefni að útbúa viðbragðsáætlun vegna ofbeldis, áreitis og/eða kynferðislegrar áreitni sem kjörnir fulltrúar kunna að verða fyrir í störfum sínum fyrir bæinn. Áætlun skyldi unnin í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og stjórnmálaflokka á Akureyri. Starfshópurinn fékk einnig það verkefni að yfirfara siðareglur og nýliðafræðslu kjörinna fulltrúa.

Eva Hrund Einarsdóttir gerði grein fyrir störfum hópsins.

Í umræðum tóku til máls Gunnar Gíslason, Hilda Jana Gísladóttir, Sóley Björk Stefánsdóttir, Halla Björk Reynisdóttir, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Heimir Haraldsson.