Bæjarráð

3633. fundur 27. mars 2019 kl. 08:15 - 11:21 Fundaaðstaða bæjarstjóra á 3. hæð Ráðhúss
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Hlynur Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá

1.Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2018

Málsnúmer 2018080707Vakta málsnúmer

Lagður fram ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2018.

Davíð Búi Halldórsson frá Enor ehf. mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið og skýrði ársreikninginn.

Andri Teitsson bæjarfulltrúi og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2018 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

2.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2019-2022 - viðauki

Málsnúmer 2018050147Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 1.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með 5 samhljóða atkvæðum framlagðan viðauka að upphæð 6.075 þúsund krónur með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

3.Umsókn um lækkun fasteignaskatts fyrir elli- og örorkulífeyrisþega

Málsnúmer 2019020029Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. febrúar 2019 frá einstaklingi þar sem farið er fram á afslátt af fasteignagjöldum fyrir árið 2018. Meðfylgjandi er afrit af skattframtali fyrir árið 2017.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með 5 samhljóða atkvæðum að heimila sviðsstjóra fjársýslusviðs að afgreiða umsóknina vegna sérstakra aðstæðna umsækjanda.

4.EFS - með hvaða hætti standa sveitarfélög að eftirliti og framkvæmd fjárfestinga á árinu 2019

Málsnúmer 2019030295Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. mars 2019 frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga þar sem greint er frá því að nefndin hafi ákveðið að taka til umfjöllunar með hvaða hætti sveitarfélög standa að eftirliti og framkvæmd fjárfestinga á árinu 2019. Í þessu samhengi mun nefndin óska eftir yfirliti um stöðu einstakra verkefna í árslok 2019.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með 5 samhljóða atkvæðum að fela sviðsstjóra fjársýslusviðs að kynna efni bréfsins fyrir stjórn Hafnasamlags Norðurlands, stjórn Norðurorku hf., stjórn Fallorku ehf. og umhverfis- og mannvirkjaráði.

5.Tillaga frá aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar (BSE) um innkaup mötuneyta

Málsnúmer 2019030289Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. mars 2019 frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar þar sem skorað er á allar bæjar- og sveitarstjórnir í Eyjafirði að beita sér fyrir að mötuneyti grunn- og leikskóla á þeirra vegum noti sem mest af íslensku hráefni.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Karl Guðmundsson innkaupastjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með 5 samhljóða atkvæðum að fela bæjarstjóra að svara erindinu.

6.Bílaklúbbur Akureyrar - drenun svæðis

Málsnúmer 2018010434Vakta málsnúmer

Liður 8 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 15. mars 2019:

Lagt fram minnisblað dagsett 10. mars 2019 varðandi drenun á svæði Bílaklúbbs Akureyrar.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar, Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála, Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfis- og sorpmála og Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar sátu fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að óska eftir við bæjarráð viðauka að upphæð 32,2 milljónir króna. Þar af er ónýtt fjármagn frá árinu 2018 að upphæð 22,2 milljónir króna og 10 milljónir króna til viðbótar.

Unnar Jónsson S-lista sat hjá við atkvæðagreiðslu.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir beiðni umhverfis- og mannvirkjaráðs um viðbótarfjárveitingu að upphæð 32,2 milljónir króna með 4 atkvæðum og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista sat hjá við afgreiðslu.

7.Sjúkrahúsið á Akureyri - rýnihópur vegna gæðakerfis 2019-2022

Málsnúmer 2019030263Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. mars 2019 þar sem Bjarni Jónasson forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri óskar eftir því að bæjarstjórn tilnefni aðal- og varamann í nefnd/rýnihóp vegna skipulags og veitingar þjónustu sjúkrahússins við sjúklinga. Rýnin er þáttur í gæðakerfi sjúkrahússins. Gerðar eru þær kröfur til nefndarmanna að þeir hafi heilbrigðismenntun og séu fjárhagslega óháðir sjúkrahúsinu. Skipunartími er frá apríl 2019 til loka árs 2022.

Fylgigögn: gæðaskjal sem lýsir tilgangi og verksviði rýnihópsins.
Bæjarráð tilnefnir Önnu Marit Níelsdóttur félagsráðgjafa og forstöðumann á fjölskyldusviði sem aðalmann og Bryndísi Björgu Þórhallsdóttur hjúkrunarfræðing og forstöðumann á ÖA sem varamann.

8.Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir 2019

Málsnúmer 2019010208Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 14. mars 2019.
Bæjarráð vísar lið 1 til velferðarráðs og frístundaráðs, liðum 2 og 5 til fræðsluráðs, lið 4 til velferðarráðs, lið 7 til fjársýslusviðs, lið 8 til hverfisráðs Hríseyjar. Liður 6 er lagður fram til kynningar. Lið 3 er vísað til bæjarstjóra. Liður 9 er ítrekun á erindi frá viðtalstíma bæjarfulltrúa þann 28. febrúar sl. og hefur þegar verið svarað.

9.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2019

Málsnúmer 2019010399Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 869. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 15. mars 2019.

Fundargerðina má finna á vefslóðinni: http://www.samband.is/um-okkur/fundargerdir-stjornar/searchmeetings.aspx

10.Frumvarp til laga um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð, 710. mál 2019

Málsnúmer 2019030294Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 22. mars 2019 frá atvinnuveganefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð, 710. mál 2019.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 29. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/149/s/1134.html

11.Bæjarráð - starfs- og tímaáætlun 2019

Málsnúmer 2019020197Vakta málsnúmer

Rætt um fundaáætlun bæjarráðs í júlí og fyrri hluta ágústmánaðar nk.
Bæjarráð ákveður að funda 4. og 18. júlí, 1. og 15. ágúst.

Fundi slitið - kl. 11:21.