Bílaklúbbur Akureyrar - drenun svæðis

Málsnúmer 2018010434

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 26. fundur - 02.02.2018

Lagt fram minnisblað dagsett 29. janúar 2018.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 30. fundur - 13.04.2018

Lögð fram minnisblöð dagsett 16. febrúar og 14. mars 2018.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að veita fjármagni í verklið 1, skurður ofan svæðis, að upphæð 4 milljónir króna og verklið 2, lögn meðfram spyrnubraut, að upphæð 50 milljónir króna samkvæmt framlögðu minnisblaði frá Jónasi Valdimarssyni dagsett 14. mars 2018.

Ráðið óskar eftir viðauka vegna verksins til bæjarráðs.

Umhverfis- og mannvirkjaráð felur umhverfis- og mannvirkjasviði að ganga til samninga við Bílaklúbb Akureyrar um framkvæmd verksins.



Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista óskar bókað að hann samþykki verklið 1 en hafni verklið 2.

Bæjarráð - 3598. fundur - 17.05.2018

10. liður í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsett 13. apríl 2018:

Lögð fram minnisblöð dagsett 16. febrúar og 14. mars 2018.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að veita fjármagni í verklið 1, skurður ofan svæðis, að upphæð 4 milljónir króna og verklið 2, lögn meðfram spyrnubraut, að upphæð 50 milljónir króna samkvæmt framlögðu minnisblaði frá Jónasi Valdimarssyni dagsett 14. mars 2018.

Ráðið óskar eftir viðauka vegna verksins til bæjarráðs.

Umhverfis- og mannvirkjaráð felur umhverfis- og mannvirkjasviði að ganga til samninga við Bílaklúbb Akureyrar um framkvæmd verksins.

Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista óskar bókað að hann samþykki verklið 1 en hafni verklið 2.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir fjárveitingu að upphæð 54 milljónir króna vegna ofanflóðavarna og drenunar við svæði Bílaklúbbs Akureyrar.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 52. fundur - 15.03.2019

Lagt fram minnisblað dagsett 10. mars 2019 varðandi drenun á svæði Bílaklúbbs Akureyrar.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar, Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála, Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfis- og sorpmála og Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að óska eftir við bæjarráð viðauka að upphæð 32,2 milljónir króna. Þar af er ónýtt fjármagn frá árinu 2018 að upphæð 22,2 milljónir króna og 10 milljónir króna til viðbótar.

Unnar Jónsson S-lista sat hjá við atkvæðagreiðslu.

Bæjarráð - 3633. fundur - 27.03.2019

Liður 8 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 15. mars 2019:

Lagt fram minnisblað dagsett 10. mars 2019 varðandi drenun á svæði Bílaklúbbs Akureyrar.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar, Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála, Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfis- og sorpmála og Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar sátu fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að óska eftir við bæjarráð viðauka að upphæð 32,2 milljónir króna. Þar af er ónýtt fjármagn frá árinu 2018 að upphæð 22,2 milljónir króna og 10 milljónir króna til viðbótar.

Unnar Jónsson S-lista sat hjá við atkvæðagreiðslu.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir beiðni umhverfis- og mannvirkjaráðs um viðbótarfjárveitingu að upphæð 32,2 milljónir króna með 4 atkvæðum og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista sat hjá við afgreiðslu.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 55. fundur - 08.05.2019

Tekin fyrir beiðni frá meirihluta stjórnar um 10 milljón kr. viðauka á árinu 2019 til að gera varanlega lögn fyrir ofanvatn úr Hlíðarfjalli, austast á svæði Bílaklúbbsins, samhliða fyrirhuguðum framkvæmdum á árinu enda sparist á móti 16 milljónir króna sem fyrirhugað var að leggja í breytingu á sömu lögn eftir 1 til 2 ár.

Komið hefur í ljós við framkvæmdir nú í vor að svæðið er þurrara og stöðugra en talið var og því ekki þörf á að bíða eftir að landið hætti að síga. Þess vegna má koma í veg fyrir áðurnefndan tvíverknað.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir beiðnina og óskar eftir að bæjarráð veiti viðauka að upphæð 10 milljónir króna.

Bæjarráð - 3638. fundur - 16.05.2019

Liður 8 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 8. maí 2019:

Tekin fyrir beiðni frá meirihluta stjórnar um 10 milljón kr. viðauka á árinu 2019 til að gera varanlega lögn fyrir ofanvatn úr Hlíðarfjalli, austast á svæði Bílaklúbbsins, samhliða fyrirhuguðum framkvæmdum á árinu enda sparist á móti 16 milljónir króna sem fyrirhugað var að leggja í breytingu á sömu lögn eftir 1 til 2 ár.

Komið hefur í ljós við framkvæmdir nú í vor að svæðið er þurrara og stöðugra en talið var og því ekki þörf á að bíða eftir að landið hætti að síga. Þess vegna má koma í veg fyrir áðurnefndan tvíverknað.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir beiðnina og óskar eftir að bæjarráð veiti viðauka að upphæð 10 milljónir króna.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með 5 samhljóða atkvæðum beiðni umhverfis- og mannvirkjaráðs um viðbótarfjárveitingu að upphæð 10 milljónir króna og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 57. fundur - 07.06.2019

Tekin fyrir ósk Ólafs Kjartanssonar áheyrnarfulltrúa V-lista um endurmat á framkvæmdaþörf ofan bílaklúbbssvæðisins vegna nýrra upplýsinga um fyrirhugaða skógrækt norðan Glerár. Þar eru nefnd Græni trefillinn og rannsóknir RALA og Skógræktar ríkisins um áhrif skóga á vatnafar.
Umhverfis- og mannvirkjaráð bendir á að framkvæmdinni er að mestu lokið og verður því ekki breytt. Full ástæða sé hins vegar til þess að taka mið af þessum ábendingum við aðrar framkvæmdir í bæjarlandinu í framtíðinni.

Skipulagsráð - 319. fundur - 10.07.2019

Ólafur Kjartansson V-lista hefur óskað eftir umræðu um framkvæmdir vegna flóðavarna á bílaklúbbssvæðinu og áætlun um að grafa skurð þvert á hlíðina. Er lagt fram minnisblað Eflu um ofanvatnsmál Bílaklúbbs Akureyrar dagsett 16. febrúar 2018 og minnisblað umhverfis- og mannvirkjasviðs um forgangsröðun aðgerða.
Umræður. Skipulagsráð vísar málinu til samráðsfunda skipulagssviðs og umhverfis- og mannvirkjasviðs.

Skipulagsráð - 322. fundur - 11.09.2019

Á fundi skipulagsráðs 10. júlí 2019 óskaði Ólafur Kjartansson V-lista eftir umræðu um framkvæmdir vegna flóðvarna á bílaklúbbssvæðinu og áætlun um að grafa skurð þvert á hlíðina. Vísaði ráðið málinu til samráðsfundar skipulagssviðs og umhverfis- og mannvirkjasviðs.

Málið var tekið fyrir á fundi 27. ágúst 2019 þar sem bókað var að mælt væri með því að haldið verði áfram með framkvæmdir við flóðvarnir í samræmi við minnisblað Eflu um málið. Til viðbótar við fyrri gögn er lagt fram nýtt minnisblað frá Eflu, dagsett 10. september 2019, þar sem settir eru fram 3 valkostir á legu skurðs.
Ólafur Kjartansson V-lista lagði fram eftirfarandi tillögu að bókun:

Skipulagsráð fer fram á betri rökstuðning fyrir skurðgreftri í hlíðinni ofan skotsvæðisins milli læks norðan Sellækjar að Sellæk. Þessi framkvæmd myndi stangast á við samþykkta umhverfisstefnu bæjarins um verndun fjölbreyttra og viðkvæmra vistkerfa sem og yfirlýstri stefnu bæjarins um kolefnisjöfnun vegna rasks á ósnertu votlendi.

Í meðfylgjandi gögnum fundarins eru engir aðrir kostir reifaðir. Ekki er heldur gert ráð fyrir þeim áhrifum sem lega Hlíðarfjallsvegarins hefur á vatnsrennnsli af 2/3 hlutum þeirra 64 hektara sem nefndir eru sem upptakasvæði áætlaðs ofanvatns né hver verði bindigeta vaxandi lággróðurs á svæðinu vegna minnkandi beitarálags. Það væri einnig upplýsandi að fá samanburð við það sem hefur gerst á vatnasviði Lónsár og Brunnár.

Tillagan var borin upp til atkvæða en var felld með fjórum atkvæðum gegn einu.


Meirihluti skipulagsráðs tekur undir mat samráðsfundar skipulagssviðs og umhverfis- og mannvirkjasviðs og gerir ekki athugasemd við framkvæmdina í samræmi við minnisblöð Eflu.

Ólafur Kjartansson V-lista greiddi atkvæði gegn afgreiðslu meirihluta skipulagsráðs.