Tillaga frá aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar (BSE) um innkaup mötuneyta

Málsnúmer 2019030289

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3633. fundur - 27.03.2019

Erindi dagsett 21. mars 2019 frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar þar sem skorað er á allar bæjar- og sveitarstjórnir í Eyjafirði að beita sér fyrir að mötuneyti grunn- og leikskóla á þeirra vegum noti sem mest af íslensku hráefni.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Karl Guðmundsson innkaupastjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með 5 samhljóða atkvæðum að fela bæjarstjóra að svara erindinu.