EFS - með hvaða hætti standa sveitarfélög að eftirliti og framkvæmd fjárfestinga á árinu 2019

Málsnúmer 2019030295

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3633. fundur - 27.03.2019

Erindi dagsett 18. mars 2019 frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga þar sem greint er frá því að nefndin hafi ákveðið að taka til umfjöllunar með hvaða hætti sveitarfélög standa að eftirliti og framkvæmd fjárfestinga á árinu 2019. Í þessu samhengi mun nefndin óska eftir yfirliti um stöðu einstakra verkefna í árslok 2019.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með 5 samhljóða atkvæðum að fela sviðsstjóra fjársýslusviðs að kynna efni bréfsins fyrir stjórn Hafnasamlags Norðurlands, stjórn Norðurorku hf., stjórn Fallorku ehf. og umhverfis- og mannvirkjaráði.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 53. fundur - 01.04.2019

Liður 4 í fundargerð bæjarráðs 27. mars 2019.

Erindi dagsett 18. mars 2019 frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga þar sem greint er frá því að nefndin hafi ákveðið að taka til umfjöllunar með hvaða hætti sveitarfélög standa að eftirliti og framkvæmd fjárfestinga á árinu 2019. Í þessu samhengi mun nefndin óska eftir yfirliti um stöðu einstakra verkefna í árslok 2019.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir með 5 samhljóða atkvæðum að fela sviðsstjóra fjársýslusviðs að kynna efni bréfsins fyrir stjórn Hafnasamlags Norðurlands, stjórn Norðurorku hf., stjórn Fallorku ehf. og umhverfis- og mannvirkjaráði.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála og Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda sátu fundinn undir þessum lið.