Sjúkrahúsið á Akureyri - rýnihópur vegna gæðakerfis 2019-2022

Málsnúmer 2019030263

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3633. fundur - 27.03.2019

Erindi dagsett 20. mars 2019 þar sem Bjarni Jónasson forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri óskar eftir því að bæjarstjórn tilnefni aðal- og varamann í nefnd/rýnihóp vegna skipulags og veitingar þjónustu sjúkrahússins við sjúklinga. Rýnin er þáttur í gæðakerfi sjúkrahússins. Gerðar eru þær kröfur til nefndarmanna að þeir hafi heilbrigðismenntun og séu fjárhagslega óháðir sjúkrahúsinu. Skipunartími er frá apríl 2019 til loka árs 2022.

Fylgigögn: gæðaskjal sem lýsir tilgangi og verksviði rýnihópsins.
Bæjarráð tilnefnir Önnu Marit Níelsdóttur félagsráðgjafa og forstöðumann á fjölskyldusviði sem aðalmann og Bryndísi Björgu Þórhallsdóttur hjúkrunarfræðing og forstöðumann á ÖA sem varamann.