Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í húsnæðismálum, 5. mál 2018

Málsnúmer 2018110090

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3617. fundur - 15.11.2018

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 8. nóvember 2018 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í húsnæðismálum, 5. mál 2018.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 29. nóvember nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/149/s/0005.html
Bæjarráð Akureyrar leggur áherslu á að jafna byrðar sveitarfélaga í framboði á félagslegu húsnæði. Bæjarráð telur jafnframt mikilvægt að ríki og sveitarfélög taki höndum saman um að setja fram skýra áætlun með afmörkuðum og tímasettum aðgerðum sem tryggja húsnæðisöryggi fólks á Íslandi.