Viðauki við fjárhagsáætlun - leiðbeinandi verklagsreglur

Málsnúmer 2018110116

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3617. fundur - 15.11.2018

Lagt fram til kynningar erindi frá reikningsskila- og upplýsinganefnd samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis dagsett 7. nóvember 2018, þar sem kynntar eru leiðbeinandi verklagsreglur um gerð viðauka við fjárhagsáætlanir sveitarfélaga. Nefndin mælist til þess að bréfið verði lagt fyrir sveitarstjórn til umræðu og yfirferðar á núverandi verkferlum sveitarfélagsins vegna gerðar viðauka og reglubundins eftirlits með framgangi rekstrarins í samanburði við fjárhagsáætlun.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.