Íþróttafélagið Þór - leiðrétting á rekstrarstyrk 2017 og 2018

Málsnúmer 2018090423

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 41. fundur - 17.10.2018

Erindi dagsett 26. september 2018 frá Valdimari Pálssyni framkvæmdastjóra Þórs þar sem óskað er eftir leiðréttingu á rekstarsamningi félagsins við Akureyrarbæ fyrir árin 2017 og 2018.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að fela formanni og deildarstjóra íþróttamála að ræða við forsvarsmenn félagins.

Frístundaráð - 43. fundur - 07.11.2018

Erindi dagsett 26. september 2018 frá Valdimari Pálssyni framkvæmdastjóra Þórs þar sem óskað er eftir leiðréttingu á rekstarsamningi félagsins við Akureyrarbæ fyrir árin 2017 og 2018. Erindið var áður á dagskrá fundar frístundaráðs þann 17. október sl.

Geir Kristinn Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir leiðréttingu á framlagi vegna rekstrarsamnings við Íþróttafélagið Þór fyrir árið 2018. Frístundaráð óskar eftir viðauka frá bæjarráði að upphæð kr. 3.300.000 vegna fjárhagsáætlunar 2018 til að mæta þessum útgjöldum.

Bæjarráð - 3617. fundur - 15.11.2018

Liður 3 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 7. nóvember 2018:

Erindi dagsett 26. september 2018 frá Valdimari Pálssyni framkvæmdastjóra Þórs þar sem óskað er eftir leiðréttingu á rekstarsamningi félagsins við Akureyrarbæ fyrir árin 2017 og 2018. Erindið var áður á dagskrá fundar frístundaráðs þann 17. október sl.

Geir Kristinn Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi ÍBA sat fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð samþykkir leiðréttingu á framlagi vegna rekstrarsamnings við Íþróttafélagið Þór fyrir árið 2018. Frístundaráð óskar eftir viðauka frá bæjarráði að upphæð kr. 3.300.000 vegna fjárhagsáætlunar 2018 til að mæta þessum útgjöldum.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir beiðni frístundaráðs og felur sviðstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins.