Jöfnunarsjóður - ný reglugerð til umsagnar í samráðsgátt

Málsnúmer 2018110056

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3617. fundur - 15.11.2018

Erindi dagsett 1. nóvember 2018, móttekið 6. nóvember 2018, frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem drög að nýrri reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga eru lögð fram til umsagnar. Í drögunum eru gerðar breytingar á forsendum útgjaldajöfnunarframlaga og efni gildandi reglugerðar nr. 960/2010, uppfært í takt við breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Gert er ráð fyrir að breytingarnar taki gildi um næstu áramót.

Umsögn skal skilað í samráðsgátt stjórnvalda á slóðinni: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1180

Á samráðsgáttinni kemur fram að umsagnir sé hægt að senda frá 30. október 2018 til 13. nóvember 2018.

Bæjarráð - 3623. fundur - 17.01.2019

Lögð fram til kynningar ný reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga nr. 1088/2018 sem tók gildi 1. janúar sl.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.