Bæjarráð

3612. fundur 25. október 2018 kl. 08:15 - 12:37 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Þórhallur Jónsson
  • Hlynur Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá
Þórhallur Jónsson D-lista mætti í forföllum Evu Hrundar Einarsdóttur.

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2019-2022

Málsnúmer 2018050147Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs, Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri fræðslusviðs, Karólína Gunnarsdóttir starfandi sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið.

Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi sat fundinn undir umræðum um áætlanir fræðslusviðs og fjölskyldusviðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

2.Lautin - ósk um hækkun rekstrarframlags ársins 2018

Málsnúmer 2018080385Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 17. október 2018:

Tekið fyrir að nýju erindi Lautarinnar um 5 m.kr. viðbót við rekstrarframlag ársins 2018. Erindið var áður á dagskrá fundar velferðarráðs þann 17. ágúst 2018 en afgreiðslu þess þá frestað.

Karólína Gunnarsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu og Magnús Valur Axelsson húsnæðisfulltrúi sátu fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að veita Lautinni aukafjárveitingu að fjárhæð 5 m.kr. og vísar erindinu til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir allt að 3ja milljóna króna viðbót við rekstrarframlag Akureyrarbæjar til Lautarinnar til að mæta rekstrarvanda vegna ársins 2018 og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins.

3.Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2018

Málsnúmer 2018040257Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs janúar til september 2018.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

4.Byggðakvóti handa Hrísey og Grímsey - fiskveiðiárið 2018/2019

Málsnúmer 2018100159Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu dagsett 2. október 2018 þar sem fram kemur auglýsing til sveitarstjórna um umsókn um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2018/2019. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember 2018.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn umsókn vegna Hríseyjar og Grímseyjar.

5.Eyþing - beiðni um aukaframlag

Málsnúmer 2018100239Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. október 2018 frá Hildu Jönu Gísladóttur f.h. stjórnar Eyþings þar sem óskað er eftir aukaframlagi frá sveitarfélögum innan Eyþings vegna ráðningar framkvæmdastjóra í afleysingum til allt að sex mánaða vegna veikindaleyfis framkvæmdastjóra. Fjárhæðinni er skipt milli sveitarfélaga eftir íbúatölu m.v. 1. desember næstliðins árs líkt og árgjöld sveitarfélaganna til Eyþings. Hlutur Akureyrarbæjar er áætlaður kr. 5.727.978 m.v. 61,59% kostnaðar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir beiðnina og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna þessa.

6.Öldungaráð

Málsnúmer 2014040148Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð öldungaráðs dagsettri 9. október 2018:

Samkvæmt samþykkt fyrir öldungaráð sem samþykkt var 24. apríl 2018 skal hún endurskoðuð fyrir árslok 2018.

Einnig skal ráðið ráðið sbr. 4. grein kjósa sér varaformann en bæjarstjórn kýs formann ráðsins.

Öldungaráð samþykkir að óska eftir því við bæjarráð að settur verið á fót vinnuhópur til að endurskoða samþykkt ráðsins m.t.t. nýrra laga um félagsþjónustu sveitarfélaga sem tók gildi 1. október sl. og samspil ráðsins við notendaráð um málefni eldri borgara. Meðal nýmæla er að öldungaráð taki við því hlutverki sem þjónustuhópur aldraðra hefur fram til þessa verið falið að sinna.

Öldungaráð samþykkir að Sigríður Stefánsdóttir verði varaformaður ráðsins.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að gera drög að breytingum á samþykkt fyrir öldungaráð.

7.Heilsuefling eldri borgara

Málsnúmer 2018100166Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð öldungaráðs dagsettri 9. október 2018:

Fulltrúar EBAK í stjórn Öldungaráðs, þau Sigríður Stefánsdóttir, Halldór Gunnarsson og Valgerður Jónsdóttir, leggja fram eftirfarandi tillögur;

- að farið verði markvisst í heilsueflingu eldri borgara á Akureyri.

- að frístundastyrkir verði greiddir til eldri borgara til eflingar á líkamlegri og andlegri færni þeirra. Tekið verði mið af stefnu Hafnarfjarðarbæjar í þessu samhengi.

- að ókeypis verði í sund fyrir eldri borgara í Sundlaugar á Akureyri.

Öldungaráð samþykkir að vísa tillögum til umræðu í bæjarráði og hjá frístundaráði.
Afgreiðslu beiðninnar er vísað til vinnslu fjárhagsáætlunar.

8.Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir 2018

Málsnúmer 2018080202Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 18. október 2018.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar liðum 1 og 7 til fjölskyldusviðs, liðum 2, 3, 8, 9 og 11 til umhverfis- og mannvirkjasviðs og skipulagssviðs, lið 4 til Norðurorku, lið 5 til skipulagssviðs og lið 6 til kjarasamninganefndar. Liður 10 er lagður fram til kynningar.

9.Hverfisnefnd Giljahverfis - fundargerðir 2018

Málsnúmer 2018050250Vakta málsnúmer

Fundargerð 27. fundar hverfisnefndar Giljahverfis dagsett 3. október 2018 lögð fram til kynningar. Fundargerðina má finna á netslóðinni: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/hverfisnefndir/giljahverfi/fundargerdir

10.Menningarfélag Akureyrar (MAk) - aðalfundur 2018

Málsnúmer 2018100237Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 11. október 2018 frá Sigurði Kristinssyni þar sem boðað er til aðalfundar Menningarfélags Akureyrar ses. sem haldinn verður í Hofi 30. október nk kl. 20:00-22:00.
Bæjarráð felur Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.

11.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2018

Málsnúmer 2018030432Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga: Fundargerð 863. fundar dagsett 26. september 2018 og fundargerð 864. fundar dagsett 10. október 2018.

12.Tillaga til þingsályktunar um dag nýrra kjósenda, 27. mál 2018

Málsnúmer 2018100226Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 15. október 2018 frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um dag nýrra kjósenda, 27. mál 2018. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 5. nóvember nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/149/s/0027.html
Bæjarráð Akureyrar telur mikilvægt að Alþingi hugi að byggðajafnrétti í öllum sínum störfum, þá ekki síst í verkefni eins og degi nýrra kjósenda. Það er einfaldlega ósanngjarnt að nýir kjósendur á höfuðborgarsvæðinu fái tækifæri til að fara í heimsókn á Alþingi og upplifa dagskrána þar á meðan íbúar landsbyggðanna eigi að láta sér nægja fjarfundarbúnað. Fjarfundarbúnaður kemur ekki í stað þeirrar upplifunar að fara í heimsókn á Alþingi. Bæjarráð telur eðlilegt allir nýir kjósendur sitji við sama borð.

Fundi slitið - kl. 12:37.