Tekið fyrir að nýju, bæjarráð frestaði afgreiðslu á fundi sínum þann 18. júní sl.
Unnið hefur verið að stofnun og samþykkt um öldungaráð á Akureyri í samstarfi við Félag eldri borgara.
Framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar lagði fram drög að samþykkt. Stjórn félags eldri borgara er þeim samþykk.
Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar 2. júní 2015.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til samfélags- og mannréttindaráðs.