Félag eldri borgara á Akureyri - ályktun

Málsnúmer 2014040148

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3411. fundur - 28.04.2014

Lögð fram svohljóðandi ályktun aðalfundar Félags eldri borgara á Akureyri sem haldinn var 24. mars sl.:
Aðalfundur Félags eldri borgara á Akureyri haldinn 24. mars 2014 að Bugðusíðu 1 Akureyri skorar á bæjarstjórn Akureyrar að stofna hið fyrsta Öldungaráð. Ráðið skal vera bæjarstjórn ráðgefandi um þau mál er varða hag eldri borgara í bæjarfélaginu.
Við mótun starfsreglna ráðsins skal hafa fullt samráð við stjórn Félags eldri borgara á Akureyri ásamt því að taka mið af starfsemi slíkra öldungaráða hjá ýmsum sveitarfélögum á Norðurlöndunum.

Bæjarráð tekur jákvætt  í erindið og vísar því til samfélags- og mannréttindaráðs.

Samfélags- og mannréttindaráð - 146. fundur - 07.05.2014

Tekinn fyrir 11. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 28. apríl sl.:
Lögð fram svohljóðandi ályktun aðalfundar Félags eldri borgara á Akureyri sem haldinn var 24. mars sl.:
Aðalfundur Félags eldri borgara á Akureyri haldinn 24. mars 2014 að Bugðusíðu 1 Akureyri skorar á bæjarstjórn Akureyrar að stofna hið fyrsta Öldungaráð. Ráðið skal vera bæjarstjórn ráðgefandi um þau mál er varða hag eldri borgara í bæjarfélaginu.
Við mótun starfsreglna ráðsins skal hafa fullt samráð við stjórn Félags eldri borgara á Akureyri ásamt því að taka mið af starfsemi slíkra öldungaráða hjá ýmsum sveitarfélögum á Norðurlöndunum.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til samfélags- og mannréttindaráðs.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að stofna Öldungaráð og felur framkvæmdastjóra að koma málinu í framkvæmd.

Samfélags- og mannréttindaráð - 151. fundur - 11.09.2014

Á fundi sínum 28. apríl 2014 tók bæjarráð fyrir ályktun frá Félagi eldri borgara á Akureyri þar sem hvatt var til stofnunar öldungagráðs. Bæjarráð tók jákvætt í erindið og vísaði því til samfélags- og mannréttindaráðs sem á fundi sínum 7. maí sl. samþykkti að stofna öldungaráð. Farið var yfir stöðu málsins.

Samfélags- og mannréttindaráð óskar eftir að formaður Félags eldri borgara komi til fundar við ráðið á næstunni.

Samfélags- og mannréttindaráð - 166. fundur - 30.04.2015

Unnið hefur verið að stofnun og samþykkt um öldungaráð á Akureyri í samstarfi við Félag eldri borgara.
Framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar lagði fram til kynningar drög að samþykkt, sem enn eru í vinnslu.
Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála sat fundinn undir þessum lið.

Samfélags- og mannréttindaráð - 168. fundur - 11.06.2015

Unnið hefur verið að stofnun og samþykkt um öldungaráð á Akureyri í samstarfi við Félag eldri borgara.
Framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar lagði fram drög að samþykkt. Stjórn félags eldri borgara er þeim samþykk.
Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3463. fundur - 18.06.2015

1. liður í fundargerð samfélags- og mannréttindaráðs dagsett 11. júní 2015:
Unnið hefur verið að stofnun og samþykkt um öldungaráð á Akureyri í samstarfi við Félag eldri borgara.
Framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar lagði fram drög að samþykkt. Stjórn félags eldri borgara er þeim samþykk.
Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs.
Sigríður Stefánsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.

Bæjarráð - 3464. fundur - 09.07.2015

Tekið fyrir að nýju, bæjarráð frestaði afgreiðslu á fundi sínum þann 18. júní sl.
Unnið hefur verið að stofnun og samþykkt um öldungaráð á Akureyri í samstarfi við Félag eldri borgara.
Framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar lagði fram drög að samþykkt. Stjórn félags eldri borgara er þeim samþykk.
Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar 2. júní 2015.
Bæjarráð samþykkir framlagða samþykkt.
Bæjarráð óskar eftir að Félag eldri borgara tilnefni 3 fulltrúa og 1 til vara í öldungaráðið.

Bæjarstjórn - 3382. fundur - 17.11.2015

Lögð fram tillaga um tvo fulltrúa í öldungaráð Akureyrarkaupstaðar og einn til vara:

Aðalmenn: Dagbjört Elín Pálsdóttir og Gunnar Gíslason.

Varamaður: Guðmundur Baldvin Guðmundsson.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

Öldungaráð - 1. fundur - 03.02.2016

Samþykktin lögð fram
Framkvæmdastjóra falið að senda út tilkynningu til formanna nefnda og embættismanna um að ráðið sé tekið til starfa. Minnt sérstaklega á ákvæði 3. gr.: "Nefndir og ráð bæjarins skulu senda öldungaráði til umsagnar málefni, sem varða stefnumótun og þjónustu við eldri borgara og vera í samráði um hagsmuni þessa aldurshóps".

Öldungaráð - 1. fundur - 03.02.2016

Fulltrúar bæjarstjórnar:

Dagbjört Pálsdóttir, formaður

Gunnar Gíslason

Varamaður: Guðmundur Baldvin Guðmundsson



Fulltrúar félags eldri borgara:

Sigurður Hermannsson

Halldór Gunnarsson

Anna G. Thorarensen

Varamaður: Arnheiður Kristinsdóttir

Öldungaráð - 1. fundur - 03.02.2016

Kosinn varaformaður
Öldungaráð kýs Sigurð Hermannsson sem varaformann ráðsins.

Öldungaráð - 1. fundur - 03.02.2016

Rætt um verkefni ráðsins og áherslur á árinu.
Ráðið samþykkir að afla upplýsinga og fá heimsóknir frá þeim sem sjá um þjónustu við eldri borgara og fara í skoðunarferðir og efna til fundarhalda. Þetta gildir m.a. um öldrunarheimilin, búsetudeild, heimahjúkrun og aðra þjónustu frá Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Einnig rætt um úttekt á öldrunarheimilum bæjarins, en skýrsla liggur nú fyrir.

Ráðið mun einnig láta sig varða ýmsa fleiri þætti t.d. skipulag bæjarins og leiðakerfi SVA.

Einnig mun ráðið fá til kynningar niðurstöður af þingi um farsæla öldrun sem fór fram á síðasta ári og einnig frá málþingi um félagsstarf sem haldið var í nóvember sl.

Öldungaráð - 9. fundur - 03.04.2018

Farið yfir samþykkt um Öldungaráð.
Öldungaráð vísar uppfærðri samþykkt með áorðnum breytingum til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3594. fundur - 12.04.2018

2. liður í fundargerð öldungaráðs dagsett 3. apríl 2018:

Farið yfir samþykkt um öldungaráð.

Öldungaráð vísar uppfærðri samþykkt með áorðnum breytingum til bæjarráðs.
Bæjarráð vísar samþykkt fyrir öldungaráð til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3433. fundur - 24.04.2018

7. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 12. apríl 2018:

2. liður í fundargerð öldungaráðs dagsett 3. apríl 2018:

Farið yfir samþykkt um öldungaráð.

Öldungaráð vísar uppfærðri samþykkt með áorðnum breytingum til bæjarráðs.

Bæjarráð vísar samþykkt fyrir öldungaráð til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að breytingum á samþykkt öldungaráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

Öldungaráð - 12. fundur - 09.10.2018

Samkvæmt samþykkt fyrir öldungaráð sem samþykkt var 24. apríl 2018 skal hún endurskoðuð fyrir árslok 2018.

Einnig skal ráðið ráðið sbr. 4. grein kjósa sér varaformann en bæjarstjórn kýs formann ráðsins.
Öldungaráð samþykkir að óska eftir því við bæjarráð að settur verið á fót vinnuhópur til að endurskoða samþykkt ráðsins m.t.t. nýrrar laga um félagsþjónustu sveitarfélaga sem tók gildi 1. október sl. og samspil ráðsins við notendaráð um málefni eldri borgara. Meðal nýmæla er að öldungaráð taki við því hlutverki sem þjónustuhópur aldraðra hefur fram til þessa verið falið að sinna.



Öldungaráð samþykkir að Sigríður Stefánsdóttir verði varaformaður ráðsins.

Bæjarráð - 3612. fundur - 25.10.2018

Liður 2 í fundargerð öldungaráðs dagsettri 9. október 2018:

Samkvæmt samþykkt fyrir öldungaráð sem samþykkt var 24. apríl 2018 skal hún endurskoðuð fyrir árslok 2018.

Einnig skal ráðið ráðið sbr. 4. grein kjósa sér varaformann en bæjarstjórn kýs formann ráðsins.

Öldungaráð samþykkir að óska eftir því við bæjarráð að settur verið á fót vinnuhópur til að endurskoða samþykkt ráðsins m.t.t. nýrra laga um félagsþjónustu sveitarfélaga sem tók gildi 1. október sl. og samspil ráðsins við notendaráð um málefni eldri borgara. Meðal nýmæla er að öldungaráð taki við því hlutverki sem þjónustuhópur aldraðra hefur fram til þessa verið falið að sinna.

Öldungaráð samþykkir að Sigríður Stefánsdóttir verði varaformaður ráðsins.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að gera drög að breytingum á samþykkt fyrir öldungaráð.

Öldungaráð - 1. fundur - 13.05.2019

Samkvæmt 4. grein Samþykktar um öldungaráð skipar bæjarstjórn formann en ráðið kýs sér varaformann. Lagt er til að Sigríður Stefánsdóttir verði varaformaður.
Öldungaráð samþykkir að Sigríður Stefánsdóttir verði varaformaður ráðsins.