Menningarfélag Akureyrar (MAk) - aðalfundur 2018

Málsnúmer 2018100237

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3612. fundur - 25.10.2018

Lagt fram erindi dagsett 11. október 2018 frá Sigurði Kristinssyni þar sem boðað er til aðalfundar Menningarfélags Akureyrar ses. sem haldinn verður í Hofi 30. október nk kl. 20:00-22:00.
Bæjarráð felur Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.

Stjórn Akureyrarstofu - 265. fundur - 15.11.2018

Þuríður H. Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri MAk mætti á fundinn og fór yfir ársskýrslu og ársreikning MAk sem samþykkt var á aðalfundi félagsins þann 30. október sl.

Einnig var til umræðu ályktun frá aðalfundi LA.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Þuríði fyrir góða kynningu og óskar henni, starfsliði MAk og stjórn til hamingju með góðan árangur á síðasta starfsári.