Heilsuefling eldri borgara

Málsnúmer 2018100166

Vakta málsnúmer

Öldungaráð - 12. fundur - 09.10.2018

Fulltrúar EBAK í stjórn Öldungaráðs, þau Sigríður Stefánsdóttir, Halldór Gunnarsson og Valgerður Jónsdóttir, leggja fram eftirfarandi tillögur;

- að farið verði markvisst í heilsueflingu eldri borgara á Akureyri.

- að frístundastyrkir verði greiddir til eldri borgara til eflingar á líkamlegri og andlegri færni þeirra. Tekið verið mið af stefnu Hafnarfjarðarbæjar í þessu samhengi.

- að ókeypis verði í sund fyrir eldri borgara í Sundlaugar á Akureyri.
Öldungaráð samþykkir að vísa tillögum til umræðu í bæjarráði og hjá frístundaráði.

Bæjarráð - 3612. fundur - 25.10.2018

Liður 3 í fundargerð öldungaráðs dagsettri 9. október 2018:

Fulltrúar EBAK í stjórn Öldungaráðs, þau Sigríður Stefánsdóttir, Halldór Gunnarsson og Valgerður Jónsdóttir, leggja fram eftirfarandi tillögur;

- að farið verði markvisst í heilsueflingu eldri borgara á Akureyri.

- að frístundastyrkir verði greiddir til eldri borgara til eflingar á líkamlegri og andlegri færni þeirra. Tekið verði mið af stefnu Hafnarfjarðarbæjar í þessu samhengi.

- að ókeypis verði í sund fyrir eldri borgara í Sundlaugar á Akureyri.

Öldungaráð samþykkir að vísa tillögum til umræðu í bæjarráði og hjá frístundaráði.
Afgreiðslu beiðninnar er vísað til vinnslu fjárhagsáætlunar.

Frístundaráð - 44. fundur - 21.11.2018

Á fundi öldungaráðs þann 9. október sl. voru lagðar fram eftirfarandi tillögur og samþykkt að vísa þeim til umfjöllunar í bæjarráði og frístundaráði.

- að farið verði markvisst í heilsueflingu eldri borgara á Akureyri.

- að frístundastyrkir verði greiddir til eldri borgara til eflingar á líkamlegri og andlegri færni þeirra. Tekið verði mið af stefnu Hafnarfjarðarbæjar í þessu samhengi.

- að ókeypis verði í sund fyrir eldri borgara í sundlaugar á Akureyri.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð vekur athygli á því að í starfsáætlun ráðsins fyrir árið 2019 er eitt af verkefnum að fara í markvissar heilsueflandi aðgerðir.

Frístundaráð getur ekki orðið við beiðni um frístundakort eða að frítt verði í sund fyrir eldri borgara.

Öldungaráð - 6. fundur - 09.03.2020

Til umræðu heilsuefling meðal eldri borgara.
Öldungaráð óskar eftir að stýrihópur um heilsueflandi samfélag mæti á næsta fund ráðsins.
Hrefna Hjálmarsdóttir vék af fundi kl. 09:45.

Öldungaráð - 7. fundur - 08.06.2020

Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður stýrihóps um heilsueflandi samfélag og Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála mættu á fundinn og gerðu grein fyrir verkefninu heilsueflandi samfélag.
Öldungaráð þakkar fyrir kynninguna og umræður á fundinum. Stýrihópur um heilsueflandi samfélag mun boða til samráðsfundar með fulltrúum EBAK þar sem farið verður yfir heilsueflandi aðgerðir í þágu eldri borgara.
Elías Gunnar Þorbjörnsson vék af fundi kl. 09:55.

Öldungaráð - 18. fundur - 06.12.2021

Umræður um heilsueflingu eldri borgara og nýtingu styrks frá ríkinu en 80 milljónir króna voru settar í félagsstarf fullorðinna í samvinnu við sveitarfélögin þar sem sveitarfélögunum gafst kostur á að sækja um fjárframlag vegna sérstakra viðbótarverkefna í félagsstarfi fullorðinna sem miðuðu að því að virkja hópinn með fjölbreyttum úrræðum.

Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður tómstundamála gerði grein fyrir nýtingu styrksins.
Öldungaráð þakkar fyrir upplýsingarnar og er ánægt með að styrkurinn hefur nýst vel í mörg verkefni. Vonbrigði eru að verkefni velferðarsviðs hafi ekki komið til framkvæmda.