Heilsuefling eldri borgara

Málsnúmer 2018100166

Vakta málsnúmer

Öldungaráð - 12. fundur - 09.10.2018

Fulltrúar EBAK í stjórn Öldungaráðs, þau Sigríður Stefánsdóttir, Halldór Gunnarsson og Valgerður Jónsdóttir, leggja fram eftirfarandi tillögur;

- að farið verði markvisst í heilsueflingu eldri borgara á Akureyri.

- að frístundastyrkir verði greiddir til eldri borgara til eflingar á líkamlegri og andlegri færni þeirra. Tekið verið mið af stefnu Hafnarfjarðarbæjar í þessu samhengi.

- að ókeypis verði í sund fyrir eldri borgara í Sundlaugar á Akureyri.
Öldungaráð samþykkir að vísa tillögum til umræðu í bæjarráði og hjá frístundaráði.

Bæjarráð - 3612. fundur - 25.10.2018

Liður 3 í fundargerð öldungaráðs dagsettri 9. október 2018:

Fulltrúar EBAK í stjórn Öldungaráðs, þau Sigríður Stefánsdóttir, Halldór Gunnarsson og Valgerður Jónsdóttir, leggja fram eftirfarandi tillögur;

- að farið verði markvisst í heilsueflingu eldri borgara á Akureyri.

- að frístundastyrkir verði greiddir til eldri borgara til eflingar á líkamlegri og andlegri færni þeirra. Tekið verði mið af stefnu Hafnarfjarðarbæjar í þessu samhengi.

- að ókeypis verði í sund fyrir eldri borgara í Sundlaugar á Akureyri.

Öldungaráð samþykkir að vísa tillögum til umræðu í bæjarráði og hjá frístundaráði.
Afgreiðslu beiðninnar er vísað til vinnslu fjárhagsáætlunar.

Frístundaráð - 44. fundur - 21.11.2018

Á fundi öldungaráðs þann 9. október sl. voru lagðar fram eftirfarandi tillögur og samþykkt að vísa þeim til umfjöllunar í bæjarráði og frístundaráði.

- að farið verði markvisst í heilsueflingu eldri borgara á Akureyri.

- að frístundastyrkir verði greiddir til eldri borgara til eflingar á líkamlegri og andlegri færni þeirra. Tekið verði mið af stefnu Hafnarfjarðarbæjar í þessu samhengi.

- að ókeypis verði í sund fyrir eldri borgara í sundlaugar á Akureyri.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð vekur athygli á því að í starfsáætlun ráðsins fyrir árið 2019 er eitt af verkefnum að fara í markvissar heilsueflandi aðgerðir.

Frístundaráð getur ekki orðið við beiðni um frístundakort eða að frítt verði í sund fyrir eldri borgara.