Lautin - Ósk um hækkun rekstrarframlags ársins 2018

Málsnúmer 2018080385

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1282. fundur - 22.08.2018

Lagt fram erindi stjórnar Lautarinnar dagsett 15. ágúst 2018 um hækkun rekstrarframlags ársins 2018 um 5 m.kr. Rekstrarframlag ársins í fjárhagsáætlun eru 16.750 þ.kr. auk þess sem Akureyrarbær leggur til húsnæði undir starfsemina.
Velferðarráð beinir því til bréfritara að látið verði á það reyna að fá fjármagn frá ríkinu til rekstursins eins og gert var ráð fyrir í rekstraráætlunum. Velferðarráð bendir á að hagur heilbrigðiskerfisins af starfseminni er umtalsverður, eins og fram kemur í bréfi Árna Jóhannessonar yfirlæknis á geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri, og því ekki úr vegi að ríkið leggi starfseminni til rekstrarfé.

Velferðarráð - 1287. fundur - 17.10.2018

Tekið fyrir að nýju erindi Lautarinnar um 5 m.kr. viðbót við rekstrarframlag ársins 2018. Erindið var áður á dagskrá fundar velferðarráðs þann 17. ágúst 2018 en afgreiðslu þess þá frestað.

Karólína Gunnarsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu og Magnús Valur Axelsson húsnæðisfulltrúi sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að veita Lautinni aukafjárveitingu að fjárhæð 5 m.kr. og vísar erindinu til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3612. fundur - 25.10.2018

Liður 3 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 17. október 2018:

Tekið fyrir að nýju erindi Lautarinnar um 5 m.kr. viðbót við rekstrarframlag ársins 2018. Erindið var áður á dagskrá fundar velferðarráðs þann 17. ágúst 2018 en afgreiðslu þess þá frestað.

Karólína Gunnarsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu og Magnús Valur Axelsson húsnæðisfulltrúi sátu fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að veita Lautinni aukafjárveitingu að fjárhæð 5 m.kr. og vísar erindinu til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir allt að 3ja milljóna króna viðbót við rekstrarframlag Akureyrarbæjar til Lautarinnar til að mæta rekstrarvanda vegna ársins 2018 og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins.