Tillaga til þingsályktunar um dag nýrra kjósenda, 27. mál 2018

Málsnúmer 2018100226

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3612. fundur - 25.10.2018

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 15. október 2018 frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um dag nýrra kjósenda, 27. mál 2018. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 5. nóvember nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/149/s/0027.html
Bæjarráð Akureyrar telur mikilvægt að Alþingi hugi að byggðajafnrétti í öllum sínum störfum, þá ekki síst í verkefni eins og degi nýrra kjósenda. Það er einfaldlega ósanngjarnt að nýir kjósendur á höfuðborgarsvæðinu fái tækifæri til að fara í heimsókn á Alþingi og upplifa dagskrána þar á meðan íbúar landsbyggðanna eigi að láta sér nægja fjarfundarbúnað. Fjarfundarbúnaður kemur ekki í stað þeirrar upplifunar að fara í heimsókn á Alþingi. Bæjarráð telur eðlilegt allir nýir kjósendur sitji við sama borð.