Byggðakvóti handa Hrísey og Grímsey - fiskveiðiárið 2018/2019

Málsnúmer 2018100159

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3612. fundur - 25.10.2018

Lagt fram bréf frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu dagsett 2. október 2018 þar sem fram kemur auglýsing til sveitarstjórna um umsókn um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2018/2019. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember 2018.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn umsókn vegna Hríseyjar og Grímseyjar.

Bæjarráð - 3623. fundur - 17.01.2019

Umfjöllun um hvort Akureyrarbær óskar eftir að leggja til við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að sett verði sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstaka byggðarlaga.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að óska ekki eftir sérstökum skilyrðum varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins og felur bæjarstjóra að tilkynna ráðuneytinu ákvörðunina.