Bæjarráð

3609. fundur 26. september 2018 kl. 08:15 - 12:00 Fundaaðstaða bæjarstjóra á 3. hæð Ráðhúss
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Hlynur Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá

1.Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2018

Málsnúmer 2018040257Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs janúar til ágúst 2018.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Ásthildur Sturludóttir vék af fundi kl. 08:20.

2.Viðauki vegna málskostnaðar Lundarskóla

Málsnúmer 2018070574Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð fræðsluráðs dagsettri 20. ágúst 2018:

Í framhaldi af dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra (nr. E-123/2016) frá 3. apríl 2018 í máli kennara við Lundarskóla liggur fyrir að heildarkostnaður Lundarskóla vegna málsins er kr. 7.038.051. Byggir sú upphæð á kröfuútreikningum, byggðum á bótakröfum og framlagðri matsgerð dómkvaddra matsmanna, málskostnaði og lögfræðikostnaði.

Fræðsluráð samþykkir að vísa óskinni um viðauka til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir beiðni fræðsluráðs.

3.Ósk um heimild til færslu fjárheimilda á milli liða í fjárhagsáætlun

Málsnúmer 2018081135Vakta málsnúmer

Liður 7 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 5. september 2018:

Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs óskaði eftir heimild velferðarráðs til að flytja fjárheimildir milli liða í fjárhagsáætlun sviðsins sbr. nánari útfæslu í fylgiskjali. Breytingarnar eru til komnar vegna breytinga á skipulagi og staðsetningar þjónustu og fela ekki í sér útgjaldaauka. Um er að ræða tilfærslur innan málaflokks sem eru heimilar án þess að fyrir liggi samþykktur viðauki sbr. 4. gr. fylgiskjals III með reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga nr. 1212/2015.

Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs og Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs sátu fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir tilfærslurnar og beinir því til bæjarráðs að þær verði færðar í viðauka við fyrsta tækifæri.

Snæbjörn Ómar Guðjónsson V-lista sat hjá við atkvæðagreiðsluna vegna skorts á gögnum.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir beiðni velferðarráðs.

4.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2018 - viðauki

Málsnúmer 2017040095Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 12.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Hilda Jana Gísladóttir mætti til fundar kl. 08:55.
Ásthildur Sturludóttir mætti aftur til fundar kl. 09:00.

5.Viðtalstímar bæjarfulltrúa fundargerðir 2018

Málsnúmer 2018080202Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 13. september 2018.
Bæjarráð vísar liðum 1 og 5 til umhverfis- og mannvirkjasviðs, lið 2 til umhverfis- og mannvirkjasviðs og skipulagssviðs, lið 4 til fræðsluráðs, liðum 6, 7, 8, 9 og 10 til skipulagssviðs, lið 11 til fjársýslusviðs, lið 12 til bæjarstjóra og lið 13 til Norðurorku.

Liður 3 er lagður fram til kynningar.

6.Heilsugæsluþjónusta á Akureyri

Málsnúmer 2018090326Vakta málsnúmer

Rætt um heilsugæsluþjónustu á Akureyri.

Jón Helgi Björnsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) kom á fund bæjarráðs undir þessum lið.

Andri Teitsson bæjarfulltrúi og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu einnig fundinn undir þessum lið.

Langir biðtímar eftir þjónustu heilsugæslulækna að undanförnu helgast að stórum hluta af mönnunarvanda, að mati Jóns Helga, þ.e. læknar stöðvarinnar eru of fáir. Starfsaðstaða hefur einnig áhrif á hvernig gengur að manna stöður. Nýtt húsnæði fyrir heilsugæslustöð eða -stöðvar á Akueyri er því mikilvægt skref í að bæta þjónustuna að mati forsvarsmanna HSN. Jón Helgi lýsti einnig áhyggjum af fjármögnun starfseminnar þegar horft er til framkomins fjárlagafrumvarps vegna 2019.
Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum af ástandi heilsugæslugæsluþjónustu HSN á Akureyri og krefst þess að ríkisvaldið setji aukið fjármagn til starfseminnar til að bæta aðstöðu og fjölga læknum.

7.Kjarasamningur Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum - 2018

Málsnúmer 2018060361Vakta málsnúmer

Kynntar breytingar á kjarasamningi Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs og sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna viðauka við fjárhagsáætlun vegna samningsins.

8.Fjárhagsáætlun 2019 - 121 - stjórnsýslusvið og fjársýslusvið

Málsnúmer 2018090323Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að fjárhagsáætlun fyrir kostnaðarstöð 121.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

9.Húsnæði miðlægrar stjórnsýslu - þarfagreining 2018

Málsnúmer 2018090354Vakta málsnúmer

Umræða um húsnæði miðlægrar stjórnsýslu og framtíðaráform.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að þarfagreiningu vegna framtíðaráforma um húsnæði miðlægrar stjórnsýslu.

10.Ráðningarsamningur bæjarstjóra 2018-2022

Málsnúmer 2018090322Vakta málsnúmer

Ráðningarsamningur við bæjarstjóra lagður fram til staðfestingar í samræmi við 2. mgr. 49. gr. Samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð staðfestir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

11.Blesagata 7 og 8 - lóðamörk

Málsnúmer 2017090208Vakta málsnúmer

Liður 5 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 13. september 2018:

Erindi dagsett 4. september 2018 frá Ólafi Rúnari Ólafssyni hrl. fyrir hönd Ingþórs Arnars Sveinssonar þar sem farið er fram á endurupptöku og efnislega umfjöllum um ákvörðun skipulagsráðs varðandi færslu lóðamarka við Blesagötu 7 og 8 í hesthúsahverfinu Breiðholti.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð felur bæjarlögmanni að kanna heimild til endurupptöku málsins.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið og gerði grein fyrir niðurstöðum athuganna sinna.
Í endurupptökubeiðni er annars vegar farið fram á endurupptöku á deiliskipulagi sem samþykkt var 29. júlí 2010 og hins vegar lóðarleigusamningi sem undirritaður var 5. september 2016. Samkvæmt endurupptökuákvæði 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er heimilt að endurupptaka ákvörðun ef þrír mánuðir eru frá því að aðila var tilkynnt um ákvörðun eða aðila var eða mátti vera kunnugt um breytingu á atvikum þeim sem ákvörðun var byggð á. Í þeim tilvikum verður beiðni um endurupptöku máls þó ekki tekin til greina, nema að fengnu samþykki frá öðrum aðilum málsins. Mál verður þó ekki tekið upp að nýju ef ár er liðið frá fyrrgreindum tímamörkum nema veigamiklar ástæður mæli með því. Með vísan til frestákvæða í endurupptökuákvæði hafnar bæjarráð beiðni um endurupptöku. Jafnframt felur bæjarráð bæjarlögmanni að hafa samband við bréfritara.

12.Margrétarhagi 1 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2018050217Vakta málsnúmer

Lögð fram andmæli Bjarka Garðarssonar fyrir hönd lóðarhafa Margrétarhaga 1, dagsett 7. september 2018, vegna vinnubragða við afgreiðslu skipulagsráðs á fundi 29. ágúst 2018, og svör við athugasemdum vegna umsóknar um deiliskipulagsbreytingu fyrir Margrétarhaga 1.

Liður 4 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 29. ágúst 2018:

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu, tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Margrétarhagi 1. Helstu breytingar eru að nýtingarhlutfall hækkar úr 0,4 í 0,44, heimilt verður að byggja þakbyggingu (3. hæð) og nýta þakrými sem verönd, eingöngu verður kvöð um innbyggðar bílgeymslur í tveimur af fimm íbúðum, hámarks vegghæð á göflum hússins hækkar úr 7,7 m í 8,4 m auk þess sem leiðrétt er merking um fjölda íbúða á uppdrætti til samræmis við fjölda afmarkaðra reita og bílastæða, þ.e. íbúðir verða 5 í stað fjögurra. Tillagan var grenndarkynnt með bréf dagsettu 19. júlí 2018 með athugasemdafresti til 18. ágúst. Sex athugasemdabréf bárust og eru þau meðfylgjandi.

Orri Kristjánsson bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.

Skipulagsráð tekur undir innkomnar athugasemdir og hafnar því að breyta deiliskipulagi í samræmi við fyrirliggjandi beiðni lóðarhafa.

Þórhallur Jónsson D-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Með bréfi dagsettu 7. september 2018 er farið fram á beiðni um endurupptöku ákvörðunar skipulagsráðs 29. ágúst 2018. Í bókun skipulagsráðs kemur fram að ráðið taki undir innkomnar athugasemdir og hafni því að breyta deiliskipulagi í samræmi við fyrirliggjandi beiðni lóðarhafa. Í endurupptökubeiðni eru færð rök fyrir því að ráðið hafi ekki tekið afstöðu til alls þess sem liggur fyrir í málinu. Þar sem ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi upplýsingum um málsatvik samþykkir bæjarráð að verða við endurupptökubeiðninni og vísar málinu til skipulagsráðs til nýrrar ákvörðunar.

13.Notendaráð - ný og breytt lagaákvæði

Málsnúmer 2018090356Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 18. júní 2018 um ný og breytt ákvæði um notendaráð á grundvelli laga sem taka gildi þann 1. október 2018.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

14.Vistorka - staða, hlutverk og framtíðarsýn

Málsnúmer 2018090196Vakta málsnúmer

Liður 12 í fundargerð bæjarstjórnar dagsettri 18. september 2018:

Umræða um málefni Vistorku ehf. að ósk Gunnars Gíslasonar D-lista f.h. minnihluta bæjarstjórnar.

Gunnar Gíslason hóf umræðuna og reifaði árangur af starfsemi Vistorku ehf. og þörf á að skerpa enn frekar hlutverk Vistorku ehf. og áherslur bæjarins í umhverfismálum.

Í umræðum tóku einnig til máls Andri Teitsson, Dagbjört Pálsdóttir og Ingibjörg Ólöf Isaksen.

Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi ályktun með 11 samhljóða atkvæðum:

Akureyrarbær ásamt stofnunum sínum og tengdum fyrirtækjum hefur náð eftirtektarverðum árangri í umhverfismálum. Eitt af því sem stuðlað hefur að þessum árangri sl. ár er stofnun Vistorku ehf. sem er að fullu í eigu Norðurorku hf. Nú eru liðin rúm þrjú ár frá stofnun Vistorku ehf. og því kominn tími til að meta árangur starfs og hvert skal stefna með fyrirtækið og alla umræðu og lausnir í umhverfismálum á Akureyri og í Eyjafirði. Bæjarstjórn samþykkir því að boða til fundar með bæjarfulltrúum, stjórnum og stjórnendum Vistorku ehf., Norðurorku hf. og Moltu ehf. til að ræða stefnumótun til framtíðar í umhverfismálum og starfsemi fyrirtækjanna með það að markmiði að Akureyri og Eyjafjörður verði í fremstu röð þegar kemur að umhverfismálum og náttúruvernd.
Bæjarráð felur forseta bæjarstjórnar að boða til fundarins.

15.Eyþing - fundargerðir

Málsnúmer 2010110064Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 308. fundar stjórnar Eyþings dagsett 12. september 2018. Fundargerðina má finna á netslóðinni: http://www.eything.is/is/fundargerdir-1

Fundi slitið - kl. 12:00.