Viðauki vegna málskostnaðar Lundarskóla

Málsnúmer 2018070574

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 14. fundur - 02.08.2018

Í framhaldi af dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra (nr. E-123/2016) frá 3. apríl 2018 í máli kennara við Lundarskóla liggur fyrir að heildarkostnaður Lundarskóla vegna málsins er kr. 7.038.051. Byggir sú upphæð á kröfuútreikningum, byggðum á bótakröfum og framlagðri matsgerð dómkvaddra matsmanna, málskostnaði og lögfræðikostnaði.
Málinu er vísað til 2. umræðu í fræðsluráði skv. verklagsreglum Akureyrarkaupstaðar.

Fræðsluráð - 15. fundur - 20.08.2018

Í framhaldi af dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra (nr. E-123/2016) frá 3. apríl 2018 í máli kennara við Lundarskóla liggur fyrir að heildarkostnaður Lundarskóla vegna málsins er kr. 7.038.051. Byggir sú upphæð á kröfuútreikningum, byggðum á bótakröfum og framlagðri matsgerð dómkvaddra matsmanna, málskostnaði og lögfræðikostnaði.
Fræðsluráð samþykkir að vísa óskinni um viðauka til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3609. fundur - 26.09.2018

Liður 4 í fundargerð fræðsluráðs dagsettri 20. ágúst 2018:

Í framhaldi af dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra (nr. E-123/2016) frá 3. apríl 2018 í máli kennara við Lundarskóla liggur fyrir að heildarkostnaður Lundarskóla vegna málsins er kr. 7.038.051. Byggir sú upphæð á kröfuútreikningum, byggðum á bótakröfum og framlagðri matsgerð dómkvaddra matsmanna, málskostnaði og lögfræðikostnaði.

Fræðsluráð samþykkir að vísa óskinni um viðauka til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir beiðni fræðsluráðs.