Blesagata 7 og 8 - lóðamörk

Málsnúmer 2017090208

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 279. fundur - 13.12.2017

Erindi dagsett 26. september 2017 þar sem Sigurjón Einarsson lóðarhafi Blesagötu 8 óskar eftir að bæjaryfirvöld kanni lóðamörk lóða nr. 7 og 8 og hvort eigendur séu að virða þau.

Einnig barst erindi dagsett 23. nóvember 2017 frá Önnu Maríu Ingþórsdóttur f.h. Ingþórs Arnars Sveinssonar lóðarhafa Blesagötu 7 vegna lóðamarkanna.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að svara bréfriturum í samræmi við umræður á fundinum.

Bæjarráð - 3608. fundur - 13.09.2018

Erindi dagsett 4. september 2018 frá Ólafi Rúnari Ólafssyni hrl. fyrir hönd Ingþórs Arnars Sveinssonar þar sem farið er fram á endurupptöku og efnislega umfjöllum um ákvörðun skipulagsráðs varðandi færslu lóðamarka við Blesagötu 7 og 8 í hesthúsahverfinu Breiðholti.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að kanna heimild til endurupptöku málsins.

Bæjarráð - 3609. fundur - 26.09.2018

Liður 5 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 13. september 2018:

Erindi dagsett 4. september 2018 frá Ólafi Rúnari Ólafssyni hrl. fyrir hönd Ingþórs Arnars Sveinssonar þar sem farið er fram á endurupptöku og efnislega umfjöllum um ákvörðun skipulagsráðs varðandi færslu lóðamarka við Blesagötu 7 og 8 í hesthúsahverfinu Breiðholti.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð felur bæjarlögmanni að kanna heimild til endurupptöku málsins.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið og gerði grein fyrir niðurstöðum athuganna sinna.
Í endurupptökubeiðni er annars vegar farið fram á endurupptöku á deiliskipulagi sem samþykkt var 29. júlí 2010 og hins vegar lóðarleigusamningi sem undirritaður var 5. september 2016. Samkvæmt endurupptökuákvæði 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er heimilt að endurupptaka ákvörðun ef þrír mánuðir eru frá því að aðila var tilkynnt um ákvörðun eða aðila var eða mátti vera kunnugt um breytingu á atvikum þeim sem ákvörðun var byggð á. Í þeim tilvikum verður beiðni um endurupptöku máls þó ekki tekin til greina, nema að fengnu samþykki frá öðrum aðilum málsins. Mál verður þó ekki tekið upp að nýju ef ár er liðið frá fyrrgreindum tímamörkum nema veigamiklar ástæður mæli með því. Með vísan til frestákvæða í endurupptökuákvæði hafnar bæjarráð beiðni um endurupptöku. Jafnframt felur bæjarráð bæjarlögmanni að hafa samband við bréfritara.