Sjávargata Hrísey - lóð 152127 - kauptilboð

Málsnúmer 2017100212

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3575. fundur - 09.11.2017

Lagt fram kauptilboð í lóð 152127 við Sjávargötu í Hrísey og eignirnar Ægisgata 11 og 13 boðnar sem hluti af greiðslu.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hafnar kauptilboðinu.

Bæjarráð - 3644. fundur - 27.06.2019

Erindi dagsett 8. apríl 2019 þar sem Tryggvi Gunnarsson fasteignasali f.h. Guðmars ehf. gerir kauptilboð í fasteignir Akureyrarbæjar, Ægisgötu 11 (fastanúmer 221-7703) og Ægisgötu 13 (fastanúmer 223-2752) í Hrísey. Fasteignin Sjávargata í Hrísey (fastanúmer 215-6391) er boðin í makaskiptum og tilboð gerir að auki ráð fyrir að Akureyrarbær greiði 6,5 milljónir í peningum.
Frestað til næsta fundar.

Bæjarráð - 3645. fundur - 04.07.2019

Erindi dagsett 8. apríl 2019 þar sem Tryggvi Gunnarsson fasteignasali f.h. Guðmars ehf. gerir kauptilboð í fasteignir Akureyrarbæjar, Ægisgötu 11 (fastanúmer 221-7703) og Ægisgötu 13 (fastanúmer 223-2752) í Hrísey. Fasteignin Sjávargata í Hrísey (fastanúmer 215-6391) er boðin í makaskiptum og tilboð gerir að auki ráð fyrir að Akureyrarbær greiði 6,5 milljónir í peningum.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 27. júní sl. og var afgreiðslu þá frestað.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Guðríður Erla Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfis- og mannvirkjasviðs og felur sviðsstjóra að leggja mat á hagkvæmni þess að færa starfsemi slökkviliðs og áhaldahúss í eitt húsnæði og kanna jafnframt áhuga Norðurorku og Björgunarsveitar Hríseyjar á samnýtingu á húsnæðinu.

Bæjarráð - 3661. fundur - 14.11.2019

Erindi dagsett 8. apríl 2019 þar sem Tryggvi Gunnarsson fasteignasali f.h. Guðmars ehf. gerir kauptilboð í fasteignir Akureyrarbæjar, Ægisgötu 11 (fastanúmer 221-7703) og Ægisgötu 13 (fastanúmer 223-2752) í Hrísey. Fasteignin Sjávargata í Hrísey (fastanúmer 215-6391) er boðin í makaskiptum og tilboð gerir að auki ráð fyrir að Akureyrarbær greiði 6,5 milljónir króna í peningum.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 27. júní og 4. júlí sl. og var sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs falið að leggja mat á hagkvæmni þess að færa starfsemi slökkviliðs og áhaldahúss í eitt húsnæði og kanna jafnframt áhuga Norðurorku og Björgunarsveitar Hríseyjar á samnýtingu á húsnæðinu.

Lagt fram minnisblað umhverfis- og mannvirkjasviðs dagsett 29. október 2019.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Guðríður Erla Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.