Unglingadansleikir

Málsnúmer 2011010099

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 80. fundur - 02.02.2011

Unnið að gerð reglna vegna unglingadansleikja.
Daníel Guðjónsson yfirlögregluþjónn, Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála og Gréta Kristjánsdóttir umsjónarmaður forvarna sátu fundinn undir þessum lið.

Samfélags- og mannréttindaráð - 81. fundur - 16.02.2011

Drög að reglum Akureyrarkaupstaðar vegna unglingadansleikja lögð fram. Í þeim kemur fram hvaða skilyrði skuli setja í umsögnum bæjarlögmanns um leyfi til að standa fyrir dansleikjum fyrir 14-17 ára ungmenni.
Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála sat fundinn undir þessum lið.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarstjórnar til samþykktar.

Bæjarstjórn - 3299. fundur - 01.03.2011

3. liður í fundargerð samfélags- og mannréttindaráðs dags. 16. febrúar 2011:
Drög að reglum Akureyrarkaupstaðar vegna unglingadansleikja lögð fram. Í þeim kemur fram hvaða skilyrði skuli setja í umsögnum bæjarlögmanns um leyfi til að standa fyrir dansleikjum fyrir 14-17 ára ungmenni.
Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála sat fundinn undir þessum lið.
Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarstjórnar til samþykktar.

Bæjarstjórn samþykkir framlagðar reglur með 11 samhljóða atkvæðum.

Samfélags- og mannréttindaráð - 92. fundur - 21.09.2011

Í mars sl. samþykkti bæjarstjórn reglur vegna umsagna bæjarlögmanns um leyfi til að standa fyrir unglingadansleikjum.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Daníel Guðjónsson yfirlögregluþjónn mættu á fundinn til að ræða hvernig gengið hefur að framfylgja reglunum sem og hvernig eftirfylgni er háttað.
Reglurnar má nálgast á vefslóðinni http://www.akureyri.is/stjornkerfid/reglur-samthykktir/felagsmal/nr/16424

Samfélags- og mannréttindaráð þakkar bæjarlögmanni og yfirlögregluþjóni fyrir góðar umræður. Fram kom á fundinum að vel hafi gengið að framfylgja reglunum og þær skilað sínum tilgangi. Ráðið hvetur skólastjórnendur og nemendafélög framhaldsskólanna til að kynna sér reglur bæjarins um unglingadansleiki og jafnframt að gera þá kröfu til skemmtikrafta á framhaldsskólaskemmtunum að þeir séu ekki undir áhrifum áfengis- og vímuefna.

Anna Hildur Guðmundsdóttir mætti til fundar kl. 16:55.

Bæjarráð - 3575. fundur - 09.11.2017

Unglingadansleikur, tímabundið tækifærisleyfi til skemmtanahalds.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð telur almennt jákvætt að haldnir séu unglingadansleikir á Akureyri.

Bæjarráð felur bæjarlögmanni að veita þá umsögn til sýslumanns að því sé hafnað að unglingadansleikir verði á vínveitingahúsum, ef ekki er hægt að ná samningum við leyfisbeiðanda um að verða við skilmálum í reglum Akureyrarbæjar vegna unglingadansleikja.