Hrísey, deiliskipulag hafnarsvæðis

Málsnúmer 2016020053

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 229. fundur - 27.04.2016

Skipulagsstjóri leggur til að hafin verði vinna við endurskoðun deiliskipulags hafnarsvæðisins í Hrísey, en styrkur fékkst úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða að upphæð kr. 1.440.000, til deiliskipulags fyrir hafnarsvæði Hríseyjar sem hafi það m.a. að markmiði að endurspegla ímynd samfélagsins sem ferðamannastaðar. Styrkupphæð miðast þó að hámarki við 80% af heildarkostnaði við gerð skipulagsins.

Á fundinn kom Helga Íris Ingólfsdóttir frá verkefnisstjórn brothættrar byggðar í Hrísey og kynnti markmið verkefnisins.
Skipulagsnefnd þakkar Helgu fyrir kynninguna.

Skipulagsnefnd samþykkir að unnið verði deiliskipulag fyrir svæðið með ofangreint markmið í huga og felur skipulagsstjóra að hefja undirbúning þeirrar vinnu.

Skipulagsnefnd - 236. fundur - 22.06.2016

Skipulagsnefnd samþykkti þann 27. apríl 2016 að unnið yrði deiliskipulag fyrir hafnarsvæðið í Hrísey. Lögð fram skipulagslýsing dagsett 22. júní 2016, unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana.

Bæjarráð - 3513. fundur - 07.07.2016

5. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 22. júní 2016:

Skipulagsnefnd samþykkti þann 27. apríl 2016 að unnið yrði deiliskipulag fyrir hafnarsvæðið í Hrísey. Lögð fram skipulagslýsing dagsett 22. júní 2016, unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana.


Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 11. lið fundargerðar bæjarstjórnar 7. júní 2016.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar.

Skipulagsnefnd - 240. fundur - 24.08.2016

Skipulagslýsingin var auglýst dags. 13. júlí 2016. Frestur til að skila ábendingum var til 15. ágúst 2016.

Sjö umsagnir bárust:

1) Hafnasamlag Norðurlands, dagsett 5. ágúst 2016.

Stjórn Hafnasamlagsins fagnar deiliskipulagsvinnunni og gerir engar athugasemdir.

2) Minjastofnun Íslands, dagsett 28. júlí 2016.

Ekki er gerð athugasemd við fyrirhugaða skipulagsvinnu.

3) Norðurorka, dagsett 2. ágúst 2016.

Tvær útrásir fráveitu eru á svæðinu en þær þarf að framlengja og koma á meira dýpi. Gera þarf ráð fyrir lítilli hreinsistöð fyrir fyrstastigs hreinsun á skólpi.

4) Skipulagsstofnun, dagsett 21. júlí 2016.

Engar athugasemdir eru gerðar.

5) Vegagerðin, dagsett 8. ágúst 2016.

Engar athugasemdir eru gerðar.

6) Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra, dagsett 11. ágúst 2016.

Engar athugasemdir eru gerðar en athygli er vakin á mikilvægi þess að gera grein fyrir fráveitumannvirkjum.

7) Hverfisráð Hríseyjar, dagsett 18. ágúst 2016.

Hverfisráð er sammála því að það eigi að afleggja lóðirnar þrjár austan við ferjubryggjuna sem skilgreindar eru í deiliskipulagi hafnarsvæðis í Hrísey, staðfest 8. október 1996, og að það eigi að færa veginn að Salthúsinu. Einnig er hverfisráð sammála því að það eigi að búa til almennings- og skemmtigarð þar. Hvað varðar gönguleiðir á svæðinu, er hverfisráð hlynnt því að nota tillögu sem Ferðamálafélagið lét teikna upp fyrir nokkrum árum, enda er m.a. kostur við hana að um beina gönguleið að ferjunni er að ræða.

Þorgeir Jónsson og Pétur Ásgeir Steinþórsson vilja auk þess koma á framfæri að það ætti að skoða bílastæðamál við ferjuna og skipuleggja bílastæðin betur.

Bendir Þorgeir á að það vanti stefnu fyrir Hrísey varðandi umferð almennt, svo sem hvort Hrísey eigi að vera bíllaus eða ekki.

Skipulagsnefnd vísar umsögnum til vinnslu deilskipulagins.

Skipulagsnefnd - 246. fundur - 09.11.2016

Skipulagsstjóri lagði fram drög að deiliskipulagi hafnarsvæðisins í Hrísey. Skipulagsnefnd vísaði umsögnum sem bárust vegna skipulagslýsingar til vinnslu deiliskipulagsins á fundi 24. ágúst 2016. Drögin eru unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi, dagsett 9. nóvember 2016, sem kom á fundinn ásamt Ingvari Ívarssyni og kynntu þeir drögin.
Skipulagsnefnd þakkar Ómari og Ingvari fyrir kynninguna.

Skipulagsnefnd - 247. fundur - 30.11.2016

Skipulagsstjóri lagði fram drög að deiliskipulagi hafnarsvæðisins í Hrísey. Skipulagsnefnd vísaði umsögnum sem bárust vegna skipulagslýsingar til vinnslu deiliskipulagsins á fundi 24. ágúst 2016. Drögin eru unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi, dagsett 30. nóvember 2016. Einnig eru lögð fram drög Landslags að húsakönnun og athugun á fornleifum sem er unnin af Katrínu Gunnarsdóttur fornleifafræðingi MA.
Skipulagsnefnd samþykkir að haldinn verði kynningarfundur á skipulagstillögunni og felur skipulagsdeild undirbúning hans.

Skipulagsráð - 250. fundur - 11.01.2017

Drög að deiliskipulagi Hríseyjar - hafnar- og miðsvæðis var kynnt 1. desember 2016 samkvæmt 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar, í þjónustuanddyri í Ráðhúsi Akureyrar og í versluninni í Hrísey. Kynningarfundur var haldinn 8. desember 2016. Frestur til að senda inn ábendingar var til 30. desember 2016.

Tvær ábendingar bárust:

1) Eigendur Ægisgötu 9, dagsett 8. desember 2016.

Óskað er eftir að efri hæð verbúðarinnar verði skilgreind sem frístundahús.

2) Norðurorka, dagsett 14. desember 2016.

Norðurorka hefur á vinnslustigi málsins komið að ábendingu vegna dælustöðvar fráveitu og er gert ráð fyrir lóð undir hana í tillögunni.

Hver staðsetning dælustöðvarinnar verður innan lóðar er ekki gott að segja þegar nánari hönnun hefur ekki farið fram. Æskilegt væri að hafa opnari skilmála um að stöðin geti ef á þarf að halda verið sunnar á lóðinni. Á fundinn kom Ómar Ívarsson frá Landslagi.
Skipulagsráð þakkar Ómari fyrir komuna og frestar erindinu og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að gera drög að svörum við ábendingum.

Skipulagsráð - 252. fundur - 25.01.2017

Drög að deiliskipulagi Hríseyjar - hafnar- og miðsvæðis var kynnt 1. desember 2016 samkvæmt 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar, í þjónustuanddyri í Ráðhúsi Akureyrar og í versluninni í Hrísey. Kynningarfundur var haldinn 8. desember 2016. Frestur til að senda inn ábendingar var til 30. desember 2016.

Tvær ábendingar bárust:

1) Eigendur Ægisgötu 9, dagsett 8. desember 2016.

Óskað er eftir að efri hæð verbúðarinnar verði skilgreind sem frístundahús.

2) Norðurorka, dagsett 14. desember 2016.

Norðurorka hefur á vinnslustigi málsins komið að ábendingu vegna dælustöðvar fráveitu og er gert ráð fyrir lóð undir hana í tillögunni.

Hver staðsetning dælustöðvarinnar verður innan lóðar er ekki gott að segja þegar nánari hönnun hefur ekki farið fram. Æskilegt væri að hafa opnari skilmála um að stöðin geti ef á þarf að halda verið sunnar á lóðinni.

Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 11. janúar 2017.
Svar við erindi eigenda Ægisgötu:

Skipulagsráð telur að halda eigi starfsemi verbúðanna óbreyttri. Verbúðirnar eru íverustaðir og rúma ýmsa starfsemi tengda bátum og höfninni og er eina aðstaðan í Hrísey fyrir slíka starfsemi. Skipulagsráð synjar því erindinu.


Skipulagsráð samþykkir að hafa byggingarreit dælustöðvar fráveitu rúman til suðurs í samræmi við ósk Norðurorku.


Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3408. fundur - 07.02.2017

2. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 25. janúar 2017:

Drög að deiliskipulagi Hríseyjar - hafnar- og miðsvæðis var kynnt 1. desember 2016 samkvæmt 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar, í þjónustuanddyri í Ráðhúsi Akureyrar og í versluninni í Hrísey. Kynningarfundur var haldinn 8. desember 2016. Frestur til að senda inn ábendingar var til 30. desember 2016.

Tvær ábendingar bárust:

1) Eigendur Ægisgötu 9, dagsett 8. desember 2016.

Óskað er eftir að efri hæð verbúðarinnar verði skilgreind sem frístundahús.

2) Norðurorka, dagsett 14. desember 2016.

Norðurorka hefur á vinnslustigi málsins komið að ábendingu vegna dælustöðvar fráveitu og er gert ráð fyrir lóð undir hana í tillögunni.

Hver staðsetning dælustöðvarinnar verður innan lóðar er ekki gott að segja þegar nánari hönnun hefur ekki farið fram. Æskilegt væri að hafa opnari skilmála um að stöðin geti ef á þarf að halda verið sunnar á lóðinni.

Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 11. janúar 2017.

Svar við erindi eigenda Ægisgötu:

Skipulagsráð telur að halda eigi starfsemi verbúðanna óbreyttri. Verbúðirnar eru íverustaðir og rúma ýmsa starfsemi tengda bátum og höfninni og er eina aðstaðan í Hrísey fyrir slíka starfsemi. Skipulagsráð synjar því erindinu.

Skipulagsráð samþykkir að hafa byggingarreit dælustöðvar fráveitu rúman til suðurs í samræmi við ósk Norðurorku.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Skipulagsráð - 260. fundur - 12.04.2017

Deiliskipulag hafnar- og miðsvæðis Hríseyjar var auglýst frá 22. febrúar með athugasemdafresti til 5. apríl 2017. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar, í versluninni í Hrísey og á heimasíðu skipulagssviðs.

Tvær athugasemdir bárust:

1) Bjarni Thorarensen, dagsett 3. apríl 2017.

Gerð er athugasemd við að götunafni Sjávargötu 1 (Eyrúnarskúrs) sé breytt í Hafnargötu 4.

2) Umhverfis- og mannvirkjasvið, dagsett 1. apríl 2017.

Óskað er eftir að Hafnargata 1c verði skilgreind til móttöku og flokkunar á sorpi og að byggingarreitur verði gerður fyrir aðstöðuhús starfsmanns.


Þrjár umsagnir bárust:

1) Norðurorka, dagsett 27. febrúar 2017.

Í deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir nýrri göngugötu norðan við svonefnt "Salthús" og húsum norðan við hana. Hér þarf að árétta sérstaklega um nauðsyn á flutningi fráveitu vegna nýrra byggingarreita við þessa göngugötu. Áður en að úthlutun lóða þarna kemur þarf bærinn því að semja um flutning lagna við Norðurorku eða leggja kvaðir á lóðirnar um kostnað við flutninginn. Fráveitulögn liggur í gegnum eina lóðina.

2) Minjastofnun Íslands, dagsett 21. mars 2017.

Engar þekktar fornleifar eru á skipulagssvæðinu. Athygli er þó vakin á 2. mgr. 24. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012.

Þrjú hús eru friðuð á svæðinu og merkja þarf þau sérstaklega á deiliskipulagsuppdrættinum.

3) Hafnasamlag Norðurlands, dagsett 23. mars 2017.

Lagt er til að hafnarsvæðið verði skilgreint eins og á meðfylgjandi teikningu og að samræmi verði milli deiliskipulagsins og aðalskipulagstillögu.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir kostnaðarmati Norðurorku á færslu lagnarinnar.

Skipulagsráð - 261. fundur - 26.04.2017

Tryggvi Gunnarsson aldursforseti setti fundinn og bað Helga Snæbjarnarson að stýra fundi þar sem formaður komst ekki til fundar fyrr en kl. 09:00.
Deiliskipulag hafnar- og miðsvæðis Hríseyjar var auglýst frá 22. febrúar með athugasemdafresti til 5. apríl 2017. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar, í versluninni í Hrísey og á heimasíðu skipulagssviðs.

Þrjár athugasemdir bárust:

1) Bjarni Thorarensen, dagsett 3. apríl 2017.

Gerð er athugasemd við að götunafni Sjávargötu 1 (Eyrúnarskúrs) sé breytt í Hafnargötu 4.

2) Umhverfis- og mannvirkjasvið, dagsett 1. apríl 2017.

Óskað er eftir að Hafnargata 1c verði skilgreind til móttöku og flokkunar á sorpi og að byggingarreitur verði gerður fyrir aðstöðuhús starfsmanns.

3) Hverfisráð Hríseyjar, dagsett 30. mars 2017.

Að mati hverfisráðs þyrfti að bæta við inn í deiliskipulagið sjósundsvæði, stækka geymslusvæði við ferjubryggju, bæta við göngustíg við Ægisgötu og malbika undir gáma í "Portinu".


Þrjár umsagnir bárust:

1) Norðurorka, dagsett 27. febrúar 2017.

Í deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir nýrri göngugötu norðan við svonefnt "Salthús" og húsum norðan við hana. Hér þarf að árétta sérstaklega um nauðsyn á flutningi fráveitu vegna nýrra byggingarreita við þessa göngugötu. Áður en að úthlutun lóða þarna kemur þarf bærinn því að semja um flutning lagna við Norðurorku eða leggja kvaðir á lóðirnar um kostnað við flutninginn. Fráveitulögn liggur í gegnum eina lóðina.

2) Minjastofnun Íslands, dagsett 21. mars 2017.

Engar þekktar fornleifar eru á skipulagssvæðinu. Athygli er þó vakin á 2. mgr. 24. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012.

Þrjú hús eru friðuð á svæðinu og merkja þarf þau sérstaklega á deiliskipulagsuppdrættinum.

3) Hafnasamlag Norðurlands, dagsett 23. mars 2017.

Lagt er til að hafnarsvæðið verði skilgreint eins og á meðfylgjandi teikningu og að samræmi verði milli deiliskipulagsins og aðalskipulagstillögu.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu málsins þar til kostnaðarmat Norðurorku á færslu lagnar liggur fyrir og felur sviðsstjóra að gera tillögu að svörum við innkomnum athugasemdum.

Athugasemd Hverfisráðs Hríseyjar var ekki lögð fyrir skipulagsráð á síðasta fund 12. apríl 2017 en er henni hér með komið á framfæri.

Sigurjón Jóhannesson D-lista mætti á fundinn kl. 08:15.

Skipulagsráð - 267. fundur - 28.06.2017

Deiliskipulag hafnar- og miðsvæðis Hríseyjar var auglýst frá 22. febrúar með athugasemdafresti til 5. apríl 2017. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar, í versluninni í Hrísey og á heimasíðu skipulagssviðs.

Þrjár athugasemdir bárust:

1) Bjarni Thorarensen, dagsett 3. apríl 2017.

Gerð er athugasemd við að götunafni Sjávargötu 1 (Eyrúnarskúrs) sé breytt í Hafnargötu 4.

2) Umhverfis- og mannvirkjasvið, dagsett 1. apríl 2017.

Óskað er eftir að Hafnargata 1c verði skilgreind til móttöku og flokkunar á sorpi og að byggingarreitur verði gerður fyrir aðstöðuhús starfsmanns.

3) Hverfisráð Hríseyjar, dagsett 30. mars 2017.

Að mati hverfisráðs þyrfti að bæta við inn í deiliskipulagið sjósundsvæði, stækka geymslusvæði við ferjubryggju, bæta við göngustíg við Ægisgötu og malbika undir gáma í "Portinu".


Þrjár umsagnir bárust:

1) Norðurorka, dagsett 27. febrúar 2017.

Í deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir nýrri göngugötu norðan við svonefnt "Salthús" og húsum norðan við hana. Hér þarf að árétta sérstaklega um nauðsyn á flutningi fráveitu vegna nýrra byggingarreita við þessa göngugötu. Áður en að úthlutun lóða þarna kemur þarf bærinn því að semja um flutning lagna við Norðurorku eða leggja kvaðir á lóðirnar um kostnað við flutninginn. Fráveitulögn liggur í gegnum eina lóðina.

2) Minjastofnun Íslands, dagsett 21. mars 2017.

Engar þekktar fornleifar eru á skipulagssvæðinu. Athygli er þó vakin á 2. mgr. 24. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012.

Þrjú hús eru friðuð á svæðinu og merkja þarf þau sérstaklega á deiliskipulagsuppdrættinum.

3) Hafnasamlag Norðurlands, dagsett 23. mars 2017.

Lagt er til að hafnarsvæðið verði skilgreint eins og á meðfylgjandi teikningu og að samræmi verði milli deiliskipulagsins og aðalskipulagstillögu.

Skipulagsráð frestaði afgreiðslu á fundi 26. apríl 2017. Lögð er fram endurbætt tillaga að deiliskipulaginu þar sem tekið hefur verið tillit til umsagna og athugasemdar. Einnig er lagt fram kostnaðarmat frá Norðurorku vegna færslu lagnar.
Svör við innkomnum athugasemdum:

1)Tekið hefur verið tillit til athugasemdarinnar.

2 Tekið hefur verið tillit til athugasemdarinnar og er heiti lóðarinnar nú Hafnargata 2.

3)Tekið hefur verið tillit til athugasemdarinnar.


Svör við innkomnum umsögnum:

1) Gengið verður frá samkomulagi við Norðurorku áður en lóðinni verður úthlutað.

2) Húsin þrjú eru sérstaklega tilgreind í greinargerð og telst það vera fullnægjandi.

3) Athugasemdinni er vísað til vinnslu nýs aðalskipulags.


Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að uppfærða deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.

Bæjarráð - 3560. fundur - 06.07.2017

1. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 28. júní 2017:

Deiliskipulag hafnar- og miðsvæðis Hríseyjar var auglýst frá 22. febrúar með athugasemdafresti til 5. apríl 2017. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar, í versluninni í Hrísey og á heimasíðu skipulagssviðs.

Þrjár athugasemdir bárust:

1) Bjarni Thorarensen, dagsett 3. apríl 2017.

Gerð er athugasemd við að götunafni Sjávargötu 1 (Eyrúnarskúrs) sé breytt í Hafnargötu 4.

2) Umhverfis- og mannvirkjasvið, dagsett 1. apríl 2017.

Óskað er eftir að Hafnargata 1c verði skilgreind til móttöku og flokkunar á sorpi og að byggingarreitur verði gerður fyrir aðstöðuhús starfsmanns.

3) Hverfisráð Hríseyjar, dagsett 30. mars 2017.

Að mati hverfisráðs þyrfti að bæta við inn í deiliskipulagið sjósundsvæði, stækka geymslusvæði við ferjubryggju, bæta við göngustíg við Ægisgötu og malbika undir gáma í "Portinu".



Þrjár umsagnir bárust:

1) Norðurorka, dagsett 27. febrúar 2017.

Í deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir nýrri göngugötu norðan við svonefnt "Salthús" og húsum norðan við hana. Hér þarf að árétta sérstaklega um nauðsyn á flutningi fráveitu vegna nýrra byggingarreita við þessa göngugötu. Áður en að úthlutun lóða þarna kemur þarf bærinn því að semja um flutning lagna við Norðurorku eða leggja kvaðir á lóðirnar um kostnað við flutninginn. Fráveitulögn liggur í gegnum eina lóðina.

2) Minjastofnun Íslands, dagsett 21. mars 2017.

Engar þekktar fornleifar eru á skipulagssvæðinu. Athygli er þó vakin á 2. mgr. 24. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012.

Þrjú hús eru friðuð á svæðinu og merkja þarf þau sérstaklega á deiliskipulagsuppdrættinum.

3) Hafnasamlag Norðurlands, dagsett 23. mars 2017.

Lagt er til að hafnarsvæðið verði skilgreint eins og á meðfylgjandi teikningu og að samræmi verði milli deiliskipulagsins og aðalskipulagstillögu.

Skipulagsráð frestaði afgreiðslu á fundi 26. apríl 2017. Lögð er fram endurbætt tillaga að deiliskipulaginu þar sem tekið hefur verið tillit til umsagna og athugasemdar. Einnig er lagt fram kostnaðarmat frá Norðurorku vegna færslu lagnar.

Svör við innkomnum athugasemdum:

1)Tekið hefur verið tillit til athugasemdarinnar.

2)Tekið hefur verið tillit til athugasemdarinnar og er heiti lóðarinnar nú Hafnargata 2.

3)Tekið hefur verið tillit til athugasemdarinnar.



Svör við innkomnum umsögnum:

1) Gengið verður frá samkomulagi við Norðurorku áður en lóðinni verður úthlutað.

2) Húsin þrjú eru sérstaklega tilgreind í greinargerð og telst það vera fullnægjandi.

3) Athugasemdinni er vísað til vinnslu nýs aðalskipulags.



Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að uppfærða deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 7. lið fundargerðar bæjarstjórnar 6. júní 2017.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsráðs.