Skipulagslýsingin var auglýst dags. 13. júlí 2016. Frestur til að skila ábendingum var til 15. ágúst 2016.
Sjö umsagnir bárust:
1) Hafnasamlag Norðurlands, dagsett 5. ágúst 2016.
Stjórn Hafnasamlagsins fagnar deiliskipulagsvinnunni og gerir engar athugasemdir.
2) Minjastofnun Íslands, dagsett 28. júlí 2016.
Ekki er gerð athugasemd við fyrirhugaða skipulagsvinnu.
3) Norðurorka, dagsett 2. ágúst 2016.
Tvær útrásir fráveitu eru á svæðinu en þær þarf að framlengja og koma á meira dýpi. Gera þarf ráð fyrir lítilli hreinsistöð fyrir fyrstastigs hreinsun á skólpi.
4) Skipulagsstofnun, dagsett 21. júlí 2016.
Engar athugasemdir eru gerðar.
5) Vegagerðin, dagsett 8. ágúst 2016.
Engar athugasemdir eru gerðar.
6) Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra, dagsett 11. ágúst 2016.
Engar athugasemdir eru gerðar en athygli er vakin á mikilvægi þess að gera grein fyrir fráveitumannvirkjum.
7) Hverfisráð Hríseyjar, dagsett 18. ágúst 2016.
Hverfisráð er sammála því að það eigi að afleggja lóðirnar þrjár austan við ferjubryggjuna sem skilgreindar eru í deiliskipulagi hafnarsvæðis í Hrísey, staðfest 8. október 1996, og að það eigi að færa veginn að Salthúsinu. Einnig er hverfisráð sammála því að það eigi að búa til almennings- og skemmtigarð þar. Hvað varðar gönguleiðir á svæðinu, er hverfisráð hlynnt því að nota tillögu sem Ferðamálafélagið lét teikna upp fyrir nokkrum árum, enda er m.a. kostur við hana að um beina gönguleið að ferjunni er að ræða.
Þorgeir Jónsson og Pétur Ásgeir Steinþórsson vilja auk þess koma á framfæri að það ætti að skoða bílastæðamál við ferjuna og skipuleggja bílastæðin betur.
Bendir Þorgeir á að það vanti stefnu fyrir Hrísey varðandi umferð almennt, svo sem hvort Hrísey eigi að vera bíllaus eða ekki.
Skipulagsnefnd samþykkir að unnið verði deiliskipulag fyrir svæðið með ofangreint markmið í huga og felur skipulagsstjóra að hefja undirbúning þeirrar vinnu.