Bæjarráð

3552. fundur 19. apríl 2017 kl. 08:15 - 11:37 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Sigríður Huld Jónsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Preben Jón Pétursson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Dagný Magnea Harðardóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá

1.Menningarfélag Akureyrar - fundur fólksins - styrkbeiðni

Málsnúmer 2017040081Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. apríl 2017 frá Þuríði Helgu Kristjánsdóttur framkvæmdastjóra Menningarfélags Akureyrar þar sem hún óskar eftir stuðningi við lýðræðishátíðina Fund fólksins. Hátíðin verður haldin í Hofi dagana 8. og 9. september nk. Óskað er eftir 2ja milljón króna fjárveitingu og yrði framlagið nýtt til kynningarmála, móttöku að kvöldi 8. september auk annarra verkefna í samráði við Akureyrarbæ.

Þuríður Helga Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið. Einnig sat Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar málinu til umsagnar í stjórn Akureyrarstofu.

2.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2018-2021 - fjárhagsáætlunarferli

Málsnúmer 2017040095Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að fjárhagsáætlunarferli vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árin 2018-2021.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

3.Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2017

Málsnúmer 2017040070Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs janúar og febrúar 2017.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

4.Slökkvilið Akureyrar - gjaldskrá 2017

Málsnúmer 2016120137Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsett 7. apríl 2017:

Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri mætti á fundinn og lagði fram gjaldskrá fyrir Slökkvilið Akureyrar fyrir árið 2017.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.

5.Jaðar - Golfklúbbur Akureyrar - Klappir - umsókn um niðurfellingu á gatnagerðargjöldum

Málsnúmer 2015070091Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju, bæjarráð frestaði afgreiðslu á fundi sínum þann 26. janúar sl.

Erindi dagsett 19. janúar 2017 frá Ágústi Jenssyni framkvæmdastjóra Golfklúbbs Akureyrar. Í erindinu er óskað eftir niðurfellingu á gatnagerðargjöldum vegna uppbygginga á Klöppum æfingasvæði Golfklúbbs Akureyrar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu og felur bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar að ræða við forsvarsmenn Golfklúbbsins.

6.Eignir Akureyrarbæjar - framtíðarsýn

Málsnúmer 2017010239Vakta málsnúmer

6. liður í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsett 16. febrúar 2017:

Lagðar fram fundargerðir vinnuhóps um framtíðarsýn eigna Akureyrarbæjar dagsettar 12. desember 2016, 9. janúar og 9. febrúar 2017.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að almenningssalernin við Kaupvangsstræti og húseignin Hafnarstræti 73-75 verði sett í söluferli. Einnig er samþykkt að sótt verði um leyfi til að rífa hlöðuna að Naustum.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að almenningssalernin við Kaupvangsstræti og húseignin Hafnarstræti 73-75 verði sett í opið söluferli. Einnig er samþykkt að sótt verði um leyfi til að rífa hlöðuna að Naustum.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista óskar bókað:

Ég tel að stíga þurfi varlega til jarðar þegar hugað er að sölu eigna Akureyrarbæjar í Listagilinu og eðlilegt að skoða vel hvort mögulegt sé að selja húsnæðið með kvöðum um menningartengda starfsemi.

7.Ósk um styrk vegna húsaleigu í Sunnuhlíð 12

Málsnúmer 2017030094Vakta málsnúmer

6. liður í fundargerð frístundaráðs dagsett 6. apríl 2017:

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 8. mars 2017 frá formanni ÍBA þar sem óskað er eftir aðkomu Akureyrarbæjar að húsaleigusamningi ÍBA við Reginn vegna Sunnuhlíðar.

Frístundaráð samþykkir að óska eftir því við bæjarráð að ÍBA verði styrkt um kr. 520.000 á mánuði vegna aðstöðu KFA í Sunnuhlíð 12 fyrir tímabilið 1. janúar - 31. ágúst 2017. Samtals kr. 4.160.000.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur frístundaráði að ganga frá tillögu að viðauka til bæjarráðs.

8.Tónræktin - samningur

Málsnúmer 2017020092Vakta málsnúmer

9. liður í fundargerð frístundaráðs dagsett 6. apríl 2017:

Á fundi frístundaráðs þann 23. mars sl. var erindið til umfjöllunar og var sviðsstjóra falið að gera drög að samningi.

Frístundaráð samþykkir framlagðan samning fyrir sitt leyti og vísar honum til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir samninginn og að hann rúmist innan fjárhagsáætlunar 2017.

9.Slysavarnafélagið Landsbjörg - leiga á íþróttahöll vegna landsþings 2017

Málsnúmer 2017040060Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. apríl 2017 frá Jóni Svanberg Hjartarsyni framkvæmdastjóra fyrir hönd Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Í erindinu er óskað eftir styrk frá Akureyrarbæ vegna húsaleigu á Íþróttahöllinni á Akureyri vegna landsþings Landsbjargar sem haldið verður á Akureyri dagana 19. og 20. maí nk.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að styrkja félagið með því að veita því afnot af Íþróttahöllinni án endurgjalds. Styrkurinn greiðist af liðnum styrkveitingar bæjarráðs.

10.Ungmennaráð - starfsemi

Málsnúmer 2011030133Vakta málsnúmer

8. liður í fundargerð frístundaráðs dagsett 6. apríl 2017:

Á fundi frístundráðs þann 30. mars sl. var til umræðu samþykkt fyrir ungmennaráð. Sviðsstjóra var falið að leggja fram fullmótaða samþykkt fyrir næsta fund ráðsins.

Frístundaráð samþykkir samþykktina fyrir sitt leyti og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

11.Viðtalstímar bæjarfulltrúa fundargerð

Málsnúmer 2016100117Vakta málsnúmer

Lögð fram 7. fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 6. apríl 2017. Fundargerðin er í 9 liðum.
Bæjarráð vísar 4. lið til umhverfis- og mannvirkjaráðs, 1. og 5. lið til umhverfis- og mannvirkjasviðs, 2. lið til frístundaráðs, 3. lið til bæjarstjóra, 6. lið til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, 8. lið til sviðsstjóra fjársýslusviðs, 9. lið til fræðslusviðs, 7. liður er lagður fram til kynningar í bæjarráði,

12.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2017

Málsnúmer 2017010137Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 849. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 31. mars 2017. Fundargerðina má finna á vefslóðinni: http://www.samband.is/um-okkur/fundargerdir-stjornar/searchmeetings.aspx

13.Hverfisnefnd Síðuhverfis - fundargerð

Málsnúmer 2016010041Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar 45. fundargerð hverfisnefndar Síðuhverfis aðalfundur dagsett 30. mars 2017. Fundargerðina má finna á netslóðinni:

https://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/siduhverfi/fundargerdir

14.Hverfisnefnd Lunda- og Gerðahverfis - fundargerð

Málsnúmer 2016010034Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 61. fundar hverfisnefndar Lunda- og Gerðahverfis dagsett 5. apríl 2017. Fundargerðina má finna á netslóðinni: http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/lunda-og-gerdahverfi/fundargerdir
Bæjarráð vísar 1. lið til umhverfis- og mannvirkjasviðs og 2. lið til skipulagssviðs.

15.Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar, 378. mál

Málsnúmer 2017040038Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 6. apríl 2017 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar, 378. mál 2017.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 4. maí nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/146/s/0507.html

16.Tillaga til þingsályktunar um opnun neyðarbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli, 156. mál

Málsnúmer 2017040072Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 10. apríl 2017 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um opnun neyðarbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli, 156. mál 2017.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 28. apríl nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/146/s/0223.html
Bæjarráð vísar í bókun frá 5. janúar 2017 og felur bæjarstjóra að senda bókunina inn sem umsögn Akureyrarbæjar.

17.Tillaga til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll, 222. mál

Málsnúmer 2017040073Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 28. apríl 2017 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll, 222. mál 2017. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 28. apríl nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/146/s/0311.html

18.Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (íbúakosningar), 184. mál

Málsnúmer 2017040074Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 10. apríl 2017 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (íbúakosningar), 184. mál 2017.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 28. apríl nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/146/s/0255.html

19.Tillaga til þingsályktunar um skiptingu útsvarstekna milli sveitarfélaga, 270. mál

Málsnúmer 2017040075Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 10. apríl 2017 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um skiptingu útsvarstekna milli sveitarfélaga, 270. mál 2017.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 28. apríl nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/146/s/0377.html

20.Tillaga til þingsályktunar um stefnumörkun og aðgerðaáætlun um kolefnishlutlaust Ísland, 114. mál

Málsnúmer 2017040076Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 10. apríl 2017 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um stefnumörkun og aðgerðaáætlun um kolefnishlutlaust Ísland, 114. mál 2017.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 28. apríl nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/146/s/0173.html

21.Tillaga til þingsályktunar um skipun starfshóps til að endurbæta löggjöf um vernd, velferð og veiðar villtra fugla og spendýra, 87. mál

Málsnúmer 2017040079Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 10. apríl 2017 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um skipun starfshóps til að endurbæta löggjöf um vernd, velferð og veiðar villtra fugla og spendýra, 87. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 28. apríl 2017 á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/146/s/0145.html

22.Frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur (EES-reglur o.fl.), 333. mál

Málsnúmer 2017040085Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 11. apríl 2017 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur (EES-reglur o.fl.), 333. mál 2017.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 2. maí nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/146/s/0453.html

Fundi slitið - kl. 11:37.