Eignir Akureyrarbæjar - framtíðarsýn

Málsnúmer 2017010239

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 4. fundur - 16.02.2017

Lagðar fram fundargerðir vinnuhóps um framtíðarsýn eigna Akureyrarbæjar dagsettar 12. desember 2016, 9. janúar og 9. febrúar 2017.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að almenningssalernin við Kaupvangsstræti og húseignin Hafnarstræti 73-75 verði sett í söluferli. Einnig er samþykkt að sótt verði um leyfi til að rífa hlöðuna að Naustum.
Hermann Ingi Arason V-lista vék af fundi kl. 15:30.

Bæjarráð - 3552. fundur - 19.04.2017

6. liður í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsett 16. febrúar 2017:

Lagðar fram fundargerðir vinnuhóps um framtíðarsýn eigna Akureyrarbæjar dagsettar 12. desember 2016, 9. janúar og 9. febrúar 2017.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að almenningssalernin við Kaupvangsstræti og húseignin Hafnarstræti 73-75 verði sett í söluferli. Einnig er samþykkt að sótt verði um leyfi til að rífa hlöðuna að Naustum.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að almenningssalernin við Kaupvangsstræti og húseignin Hafnarstræti 73-75 verði sett í opið söluferli. Einnig er samþykkt að sótt verði um leyfi til að rífa hlöðuna að Naustum.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista óskar bókað:

Ég tel að stíga þurfi varlega til jarðar þegar hugað er að sölu eigna Akureyrarbæjar í Listagilinu og eðlilegt að skoða vel hvort mögulegt sé að selja húsnæðið með kvöðum um menningartengda starfsemi.