Samband íslenskra sveitarfélaga - landsþing

Málsnúmer 2014060058

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3545. fundur - 23.02.2017

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 17. febrúar 2017 frá Magnúsi Karel Hannessyni sviðsstjóra rekstrar- og útgáfusviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga. Í erindinu kemur fram að þann 24. mars nk. verður XXXI. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga haldið í Reykjavík. Rétt til setu á landsþinginu eiga 151 fulltrúi frá 74 sveitarfélögum. Að auki eiga seturétt á landsþinginu með málfrelsi og tillögurétt bæjar- og sveitarstjórar, formenn og framkvæmdastjórar landshlutasamtaka sveitarfélaga og þeir stjórnarmenn í sambandinu sem ekki eru kjörnir landsþingsfulltrúar fyrir sitt sveitarfélag.

Meðfylgjandi er skrá um landsþingsfulltrúa sveitarfélaganna og varamenn þeirra, samkvæmt kjörbréfum sem send hafa verið skrifstofu sambandsins.

Ef breytingar hafa orðið á þarf viðkomandi sveitarstjórn að samþykkja nýtt kjörbréf sem sent skal skrifstofu sambandsins í síðasta lagi 6. mars nk.