AkureyrarAkademía - húsaleigusamningur

Málsnúmer 2015080086

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3521. fundur - 08.09.2016

Lagt fram erindi dagsett 31. ágúst 2016 frá Margréti Guðmundsdóttur fyrir hönd stjórnar AkureyrarAkademíunnar. Í erindinu er óskað eftir endurnýjun á leigusamningi stofnunarinnar við Akureyrarbæ.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að ræða við bréfritara í samræmi við umræður á fundinum.

Bæjarráð - 3544. fundur - 16.02.2017

Lagt fram erindi dagsett 30. janúar 2017 frá Kristínu Hebu Gísladóttur verkefnastjóra fyrir hönd AkureyrarAkademíunnar. Í erindinu er óskað eftir endurnýjun á leigusamningi AkureyrarAkademíunnar við Akureyrarbæ vegna Háhlíðar 1 (Árholt).

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.

Bæjarráð - 3545. fundur - 23.02.2017

Tekið fyrir að nýju, bæjarráð frestaði afgreiðslu á fundi sínum þann 16. febrúar sl.

Lagt fram erindi dagsett 30. janúar 2017 frá Kristínu Hebu Gísladóttur verkefnastjóra fyrir hönd AkureyrarAkademíunnar. Í erindinu er óskað eftir endurnýjun á leigusamningi AkureyrarAkademíunnar við Akureyrarbæ vegna Háhlíðar 1 (Árholt).

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að framlengja húsaleigusamninginn til áramótanna 2017/2018.