Frá bæjarstjóra

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli.

Skýrsla bæjarstjóra 3/11-16/11/2021

Miðvikudaginn 3. nóvember héldum við stjórnarfund í Flokkun Eyjafjarðar ehf. þar sem sveitarstjórar í firðinum ræddu úrgangsmál.
Lesa fréttina Skýrsla bæjarstjóra 3/11-16/11/2021
Þriðjudaginn 26. október kom Karl-Werner Schulte færandi hendi og afhenti sveitarfélaginu 50 verðmæt…

Skýrsla bæjarstjóra 20/10-2/11/2021

Miðvikudaginn 20. október átti ég góðan fund með Jennifer Spence framkvæmdastjóra vinnuhóps Norðurskautsráðsins um sjálfbæra þróun, en Jennifer var tvo daga á Akureyri í kjölfar Hringborðs Norðurslóða sem haldið var í Reykjavík. Hún fundaði hér með fjölmörgum aðilum sem tengjast hlutverki Akureyrar sem miðstöðvar Norðurslóðastarfs á Íslandi. Með okkur Jennifer á fundinum voru Eyþór Björnsson og Elva Gunnlaugsdóttir frá SSNE, og Embla Eir Oddsdóttir framkvæmdastjóri Norðurslóðanets Íslands.
Lesa fréttina Skýrsla bæjarstjóra 20/10-2/11/2021
Frá málstofu um það sem læra má af Covid-19 faraldrinum sem haldin var á Arctic Circle og skipulögð …

Skýrsla bæjarstjóra 6/10-19/10/2021

Gerð fjárhagsáætlunar stendur nú sem hæst og er í mörg horn að líta enda hefur furðulegt árferði vegna heimsfaraldurs sett strik í reikninginn og sniðið okkur ansi þröngan stakk. Ég hef á síðustu vikum setið ófáa fundi með sviðsstjórum og öðrum lykilstarfsmönnum sveitarfélagsins þar sem rýnt er í alla þætti í rekstrinum en þeirri vinnu þarf að vera lokið á allra næstu vikum.
Lesa fréttina Skýrsla bæjarstjóra 6/10-19/10/2021
Miðgarðakirkja í Grímsey. Mynd: Friðþjófur Helgason.

Skýrsla bæjarstjóra 22/9-5/10/2021

Tíminn flýgur áfram og sífellt meiri þungi færist nú í undirbúning stjórnsýslubreytinga hjá sveitarfélaginu þar sem að mörgu er að hyggja og stuttur en þó nægur tími til stefnu. Fundir með sviðsstjórum og öðrum sem að málinu koma hafa því verið þónokkuð margir síðustu vikurnar og verður svo áfram.
Lesa fréttina Skýrsla bæjarstjóra 22/9-5/10/2021
Nýr rekstrarsamningur Akureyrarbæjar og Siglingaklúbbsins Nökkva undirritaður. Tryggvi Jóhann Heimis…

Skýrsla bæjarstjóra 8/9-21/9/2021

Áfram er nú unnið að þeim umtalsverðu skipulags- og stjórnsýslubreytingum sem standa fyrir dyrum hjá Akureyrarbæ. Undirbúningnum miðar vel en að sjálfsögðu þarf að halda tryggilega um alla þræði og það er í mörg horn að líta. Síðustu vikurnar hef ég setið ófáa vinnufundi vegna þessa og einnig vegna fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar sem tengist óhjákvæmilega þessum breytingum með ýmsum hætti.
Lesa fréttina Skýrsla bæjarstjóra 8/9-21/9/2021
Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri Norðurþings og Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Akureyrar með…

Skýrsla bæjarstjóra 16/6-7/9/2021

Þetta hefur verið langt og gott sumar. Veðrið hefur leikið við hvurn sinn fingur en vaxandi svæðisborgarsamfélag sefur aldrei og hefur ýmsum boltum verið haldið á lofti þrátt fyrir sumarleyfi, kórónuveirufaraldur og sannkallaða hitabylgju sem lét svo blítt í júlí og ágúst.
Lesa fréttina Skýrsla bæjarstjóra 16/6-7/9/2021
Mynd: Menningarhúsið Hof (Facebook).

Um mikilvægi menningar - afmæliskveðja til Hofs

Ásthildur Sturludóttir flutti eftirfarandi ávarp í Menningarhúsinu Hofi sunnudaginn 29. ágúst þegar fagnað var 10+1 árs afmæli hússins og 159 ára afmæli Akureyrarbæar.
Lesa fréttina Um mikilvægi menningar - afmæliskveðja til Hofs
Fyrsta skóflustungan að nýrri alþjóðaflugstöð á Akureyrarflugvelli tekin. Frá vinstri: Hjördís Þórha…

Skýrsla bæjarstjóra 2/6-15/6/2021

Miðvikudaginn 2. júní undirritaði ég fyrir hönd Akureyrarbæjar nýjan samning við Flóru menningarhús um leigu á Sigurhæðum til næstu fjögurra ára. Það gleður mig mjög að nú færist aftur líf í Sigurhæðir og að þjóðskáldinu Matthíasi Jochumssyni verði þar með sýndur sá sómi sem honum ber.
Lesa fréttina Skýrsla bæjarstjóra 2/6-15/6/2021
Ásthildur og Jeanette Menzies sem er nýr sendiherra Kanada á Íslandi.

Skýrsla bæjarstjóra 19/5-1/6/2021

Ég stikla nú á stóru í starfi mínu frá því bæjarstjórn kom saman síðast.
Lesa fréttina Skýrsla bæjarstjóra 19/5-1/6/2021
Nýr menningarsamningur undirritaður. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Ásthild…

Skýrsla bæjarstjóra 5/5-18/5/2021

Miðvikudaginn 5. maí sat ég ársfund Lífeyrissjóðsins Stapa og fimmtudaginn 6. maí átti ég ánægjulega stund með starfsfólki á samfélagssviði þar sem við kvöddum hana Beggu okkar, Bergljótu Jónasdóttur forstöðumann tómstundamála eftir 27 ára gæfuríkt starf hjá sveitarfélaginu.
Lesa fréttina Skýrsla bæjarstjóra 5/5-18/5/2021
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri, Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, Hilda Jana Gísladótti…

Skýrsla bæjarstjóra 21/4-4/5/2021

Málþing um Norðurslóðastarf með Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, var haldið í Menningarhúsinu Hofi miðvikudaginn 21. apríl. Þar voru rædd tækifæri Akureyrar í Norðurslóðastarfi og lögð áhersla á mikilvægi bæjarins sem miðstöðvar Norðurslóðastarfs á Íslandi. Vegna fjarlægðar- og fjöldatakmarkana gátu fáir verið í salnum en fundurinn var sendur út beint á netinu og þar fylgdust vel á annað hundrað manns með framsöguerindum og umræðum.
Lesa fréttina Skýrsla bæjarstjóra 21/4-4/5/2021