Velferðarráð

1332. fundur 03. febrúar 2021 kl. 14:00 - 16:45 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Heimir Haraldsson formaður
  • Róbert Freyr Jónsson
  • Inger Rós Ólafsdóttir
  • Hermann Ingi Arason
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Sigrún Elva Briem áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðrún Ólafía Sigurðardóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri velferðarsviðs
  • María Sigurbjörg Stefánsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: María Sigurbjörg Stefánsdóttir
Dagskrá
Inger Rós Ólafsdóttir B-lista mætti í forföllum Gunnfríðar Elínar Hreiðarsdóttur.

1.Gallup - þjónusta sveitarfélaga 2020 Akureyri

Málsnúmer 2020080951Vakta málsnúmer

Jón Þór Kristjánsson verkefnastjóri upplýsingamiðlunar Akureyrarstofu sat fundinn undir þessum lið og kynnti niðurstöður þjónustukönnunar Gallup 2020.

2.Fjárhagsaðstoð 2020

Málsnúmer 2020040596Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð á árinu 2020.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu sat fundinn undir þessum lið.

3.Móttökusveitarfélög - beiðni félagsmálaráðuneytisins um þátttöku í tilraunaverkefni

Málsnúmer 2020110402Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að samningi Akureyrarbæjar við félagsmálaráðuneytið um samræmda móttöku flóttamanna.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu sat fundinn undir þessum lið.

4.Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundir í grunnskólum

Málsnúmer 2020061178Vakta málsnúmer

Lögð fram erindi frá viðtalstíma bæjarfulltrúa í grunnskólum.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð þakkar ungmennum á Akureyri góðar spurningar og ábendingar.

5.Kynningaráætlun velferðarsviðs 2021

Málsnúmer 2021011862Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að kynningaráætlun velferðarsviðs fyrir árið 2021.

6.Frumvarp til laga um Barna- og fjölskyldustofu, 355. mál

Málsnúmer 2020120472Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar umsögn um frumvarp til laga um Barna- og fjölskyldustofu.

7.Frumvarp til laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, 356. mál

Málsnúmer 2020120473Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar umsögn um frumvarp til laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála.

8.Frumvarp til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, 354. mál

Málsnúmer 2020120471Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar umsögn Akureyrarbæjar vegna frumvarps til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

9.Fjölsmiðjan á Akureyri - beiðni um endurnýjun rekstrarsamnings 2020

Málsnúmer 2020110223Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi Akureyrarbæjar og Fjölsmiðjunnar á Akureyri.
Velferðarráð samþykkir samninginn og felur sviðsstjóra velferðarsviðs að afla upplýsinga um stöðu réttinda starfsfólks Fjölsmiðjunnar.

Fundi slitið - kl. 16:45.