Gallup - þjónusta sveitarfélaga 2020 Akureyri

Málsnúmer 2020080951

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3713. fundur - 21.01.2021

Farið yfir helstu niðurstöður þjónustukönnunar fyrir Akureyrarbæ.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, Jón Þór Kristjánsson verkefnastjóri upplýsingamiðlunar og bæjarfulltrúarnir Eva Hrund Einarsdóttir, Heimir Haraldsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð telur mikilvægt að fá fram viðhorf bæjarbúa til þjónustu sveitarfélagsins og þakkar þátttakendum í könnuninni fyrir mikilvægt framlag. Bæjarráð fagnar því að ánægja bæjarbúa með fjölmarga þætti í þjónustu bæjarfélagsins hafi aukist og leggur áherslu á að niðurstöðurnar séu nýttar með markvissum hætti, eins og áður hefur verið gert til þess að auka enn frekar ánægju bæjarbúa. Þá vekur bæjarráð athygli á ábendingahnappi á heimasíðu Akureyrarbæjar, þar er ávallt hægt að koma á framfæri ábendingum um hvernig bæta megi þjónustu bæjarfélagsins.

Bæjarráð felur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs og verkefnastjóra upplýsingamiðlunar að koma þjónustukönnuninni á framfæri á heimasíðu sveitarfélagsins og beinir því til sviða og ráða að taka niðurstöður könnunarinnar til umfjöllunar og úrvinnslu.

Velferðarráð - 1332. fundur - 03.02.2021

Jón Þór Kristjánsson verkefnastjóri upplýsingamiðlunar Akureyrarstofu sat fundinn undir þessum lið og kynnti niðurstöður þjónustukönnunar Gallup 2020.