Móttökusveitarfélög - beiðni félagsmálaráðuneytisins um þátttöku í tilraunaverkefni

Málsnúmer 2020110402

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1330. fundur - 02.12.2020

Lagt fram erindi frá félagsmálaráðuneyti dagsett 5. nóvember 2020 varðandi þátttöku Akureyrarbæjar í tilraunaverkefni varðandi samræmda móttöku flóttafólks.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu sat fundinn undir þessum lið.
Sviðsstjóra fjölskyldusviðs er falið að afla frekari upplýsinga um málið og leggja fyrir ráðið síðar.

Velferðarráð - 1331. fundur - 13.01.2021

Tekið fyrir að nýju erindi frá félagsmálaráðuneytinu varðandi þátttöku í tilraunaverkefni um móttöku flóttafólks.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð lýsir yfir vilja til að taka þátt í verkefninu og vísar málinu til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3713. fundur - 21.01.2021

Liður 5 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 13. janúar 2021:

Tekið fyrir að nýju erindi frá félagsmálaráðuneytinu varðandi þátttöku í tilraunaverkefni um móttöku flóttafólks.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu sat fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð lýsir yfir vilja til að taka þátt í verkefninu og vísar málinu til bæjarráðs.

Heimir Haraldsson formaður velferðarráðs og Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri velferðarsviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum þátttöku Akureyrarbæjar í tilraunaverkefni um móttöku flóttafólks og felur sviðsstjóra velferðarsviðs að vinna málið áfram.

Velferðarráð - 1332. fundur - 03.02.2021

Lögð fram til kynningar drög að samningi Akureyrarbæjar við félagsmálaráðuneytið um samræmda móttöku flóttamanna.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu sat fundinn undir þessum lið.