Fjölsmiðjan á Akureyri - beiðni um endurnýjun rekstrarsamnings 2020

Málsnúmer 2020110223

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1329. fundur - 18.11.2020

Lagt fram erindi frá Erlingi Kristjánssyni forstöðumanni Fjölsmiðjunnar dagsett 9. nóvember 2020 þar sem óskað er eftir endurnýjun á samningi vegna reksturs Fjölsmiðjunnar.
Velferðarráð felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að ganga til samninga við Fjölsmiðjuna og vinna málið áfram.

Velferðarráð - 1330. fundur - 02.12.2020

Lagt fram að nýju erindi dagsett 9. nóvember 2020 frá Erlingi Kristjánssyni forstöðumanni Fjölsmiðjunnar á Akureyri þar sem óskað er eftir endurnýjun á rekstrarstyrk. Fyrir liggja ný gögn sem eru 10 mánaða rekstarniðurstaða Fjölsmiðjunnar 2020, minnisblað frá Guðrúnu Sigurðardóttur sviðsstjóra fjölskyldusviðs dagsett 30. nóvember 2020, auk þess sem Erlingur Kristjánsson kynnti bréf sitt dagsett 29. nóvember 2020.

Karen Malmquist og Arnar Þór Jóhannesson fulltrúar í stjórn Fjölsmiðjunnar og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir að styrkja Fjölsmiðjuna um kr. 1.000.000 til að mæta tekjutapi vegna COVID-19. Sviðsstjóra fjölskyldusviðs er falið að vinna að áframhaldandi samningi um rekstur Fjölsmiðjunnar fyrir árið 2021.

Velferðarráð - 1332. fundur - 03.02.2021

Lögð fram drög að samningi Akureyrarbæjar og Fjölsmiðjunnar á Akureyri.
Velferðarráð samþykkir samninginn og felur sviðsstjóra velferðarsviðs að afla upplýsinga um stöðu réttinda starfsfólks Fjölsmiðjunnar.