Seldur matur - til heimsendingar

Málsnúmer 2020100132

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1326. fundur - 07.10.2020

Lagt fram bréf til búsetusviðs Akureyrarbæjar dagsett 29. september 2020 þar sem Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA greinir frá að lagt sé til að eldhús ÖA leggi af framleiðslu á mat í matarbökkum frá og með nk. áramótum. Um er að ræða svokallaðan "heimsendan mat" sem búsetusvið selur og annast dreifingu á heim til eldra fólks.

Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri ÖA sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð felur sviðsstjóra búsetusviðs að vinna að málinu áfram og upplýsa ráðið um framgang þess.