Sérstakur húsnæðisstuðningur - endurskoðun á reglum 2020

Málsnúmer 2020100139

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1326. fundur - 07.10.2020

Lögð fram drög að breytingum á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning.

Pálína Ásbjörnsdóttir húsnæðisfulltrúi kynnti minnisblað sitt dagsett 7. október 2020.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning fyrir sitt leyti og vísar málinu áfram til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3701. fundur - 15.10.2020

Liður 1 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 7. október 2020:

Lögð fram drög að breytingum á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning.

Pálína Ásbjörnsdóttir húsnæðisfulltrúi kynnti minnisblað sitt dagsett 7. október 2020.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu sat fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning fyrir sitt leyti og vísar málinu áfram til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Karólína Gunnarsdóttir sviðsstjóri búsetusviðs og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir, Heimir Haraldsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning með fimm samhljóða atkvæðum og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3481. fundur - 20.10.2020

Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 15. október 2020:

Liður 1 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 7. október 2020:

Lögð fram drög að breytingum á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning.

Pálína Ásbjörnsdóttir húsnæðisfulltrúi kynnti minnisblað sitt dagsett 7. október 2020.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu sat fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning fyrir sitt leyti og vísar málinu áfram til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Karólína Gunnarsdóttir sviðsstjóri búsetusviðs og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir, Heimir Haraldsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning með fimm samhljóða atkvæðum og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Heimir Haraldsson kynnti breytingatillögurnar.
Bæjarstjórn samþykkir breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning með 11 samhljóða atkvæðum.

Þær breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning sem hér eru samþykktar fela það í sér að lágmarksleiga verður kr. 50.000 á mánuði að teknu tilliti til samanlagðra húsnæðisbóta og sérstaks húsnæðisstuðnings. Þá eru gerðar breytingar á viðmiðunarfjárhæðum um tekju- og eignaviðmið sem verða notaðar við útreikning á sérstökum húsnæðisstuðningi árið 2021. Með því að rýmka tekjumörkin munu fleiri eiga kost á stuðningi vegna húsnæðis að uppfylltum öðrum skilyrðum. Þessar breytingar munu auka á jöfnuð milli þeirra sem eru í almenna kerfinu og þeirra sem eru í félagslega húsnæðinu. Þá er mikilvægt að það komi fram að með þessu breytingum verður hlutfall leigukostnaðar að jafnaði áfram um 20% af ráðstöfunartekjum þeirra sem eru í kerfinu.