Viðauki búsetusviðs vegna ársins 2020

Málsnúmer 2020090414

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1325. fundur - 16.09.2020

Lögð fram beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun. Lagt er til að hækka fjárhagsáætlun notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar og þjónustukjarnans við Klettaborg. Að auki er lagt til að tekjuauki verði gerður vegna þjónustukjarnans í Hafnarstræti 28-30.

Kolbeinn Aðalsteinsson skrifstofustjóri búsetusviðs sat fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð - 1326. fundur - 07.10.2020

Lögð fram beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun. Lagt er til að hækka fjárhagsáætlun notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar og þjónustukjarnans við Klettaborg. Að auki er lagt til að tekjuauki verði gerður vegna þjónustukjarnans í Hafnarstræti 28-30.

Málið var áður á dagskrá 16. september 2020.
Velferðarráð samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar málinu áfram til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3701. fundur - 15.10.2020

Liður 7 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 7. október 2020:

Lögð fram beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun. Lagt er til að hækka fjárhagsáætlun notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar og þjónustukjarnans við Klettaborg. Að auki er lagt til að tekjuauki verði gerður vegna þjónustukjarnans í Hafnarstræti 28-30.

Málið var áður á dagskrá 16. september 2020.

Velferðarráð samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar málinu áfram til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Karólína Gunnarsdóttir sviðsstjóri búsetusviðs og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir, Heimir Haraldsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir beiðni velferðarráðs og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins.